Thjóddansasýning, "Bára verdandi logfraedingur", spítalinn og adrar paelingar

Eftir að ég var búinn að setja inn síðustu bloggfærslu dreif ég mig heim og gerði mig kláran því við áttum von á perúsku vinum okkar í íbúðina og þau ætluðu með okkur út í tilefni afmælisins. Það átti að koma á óvart hvert skyldi farið en mér stóð nú ekki á sama þar sem ég er ekki mikið fyrir óvæntar uppákomur þar semPerúskur dansari, Nonita, Berglind og Pétur ég er miðpunkturinn. Það fór hins vegar allt á besta veg. Við fórum á stað sem heitir Las Brisas de Titicaca þar sem sýndir eru perúskir þjóðdansar og spiluð perúsk músík. Þetta var alveg bráðskemmtilegt og mikið af flottum atriðum. Þessi staður er vinsæll á meðal Limabúa og það er sérstaklega vinsælt að fara með afmælisbörn á sýningu. Afmælisbörnin eru svo kölluð upp á svið í miðri sýningu og taka einn dans með dönsurunm. Ég var kallaður upp: “Pietúr from Islandia” og tók einn dans og Berglind fylgdi með :o) Svo kom í ljós að það voru 2 íslenskar stelpur, Ragnheiður og Ösp, á sýningunni sem eru skiptinemar í Perú og Argentínu. Það eru náttúrulega Íslendingar alls staðar. Setti inn myndir og stutt videó. 

Í gær var ég svo vakinn (átti að vera vaknaður) með símhringingu frá Íslandi en þá var það Bára systir með þær fréttir að hún hefði náð prófunum, 1. önn í lögfræði í HÍ, um jólin þannig að dagurinn byrjaði mjög skemmtilega og ég er vibba ánægður með litlu systur :o) Í gærkvöldi fóru Berglind og ég svo á El Señorio de Sulco sem er einn af fínni veitingastöðum Lima sem sérhæfir sig í perúskum sjávarréttum. Þetta var síðbúinn afmæliskvöldverður og við kvöddum staðinn södd og sæl en fremur skömmustuleg því við kunnum ekkert á þjórfé og vorum í raun ekki viss hvort það hefði verið innifalið í reikningnum eða ekki en þorðum ekki öðru en að skilja eftir vænlegt þjórfé. 

Spítalinn verdur áhugaverdari med hverjum deginum. Vid sjáum fullt af sjúkdómum sem vid sjáum ekki heima en auk tess sjáum vid hvad vid hofum tad gott á Íslandi. Íslendingar eru mjog heppnir. Fátaektin er rosaleg hér í Perú og mikid um HIV, alnaemi og berkla og adra sjúkdóma. Adstadan á spítalanum er einnig allt onnur en vid eigum ad venjast heima og hvet ég fólk ad kíkja á myndasíduna hennar Berglindar og skoda myndir frá spítalanum. Vid erum búin ad vera í móttoku med sérfraedingum nú í vikunni en tá eru oft 2 laeknar ad taka á móti sjúklingum í somu stofunni sem er jafnstór eda minni en stofa hjá heimilislaekni heima. Vid vorum t.d. í vikunni í móttoku og tá voru á sama tíma tegar mest var 19 manns inni á stofunni, 1 sérfraedingur, 3 deildarlaeknar, 8 nemar, 3 hjúkrunarfraedingar, 2 sjúklingar og 2 adstandendur og tá er oft verid ad raeda vidkvaem mál :o/

Fyndið hvað maður er fljótur að venjast nýjum aðstæðum. Sem dæmi má nefna að mér fannst fremur svalt í veðri í dag en það var rúmlega 25° C. Mér finnst heldur ekkert athugavert við það að geyma allan mat í Tupperware boxum til að koma í veg fyrir að það séu skordýr í matnum mínum. Ég kippti mér heldur ekkert upp við það þó svo það væri einn lítill kakkalakki í sturtunni á sama tíma og ég. Við bara fórum í sturtu saman. Mér finnst 5 mínútna sturta líka vera orðin löng sturta og eiginlega bara algjör lúxus. Svona breytist maður og mætti áfram telja.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með systur þín (og til hamingju Bára ef þú lest þetta), takk fyrir sms-ið áðan :)  kv. Vaka

Vaka (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 01:58

2 identicon

Hæ Pétur og Berglind, Það er algjört æði að fá tækifæri til að fylgjast svona með ykkur.  Var að skoða myndasíðuna hennar Berglindar og finnst ég næstum því vera með ykkur.  Takk fyrir þetta.  Mamma (hans Péturs)

Þóra Hrönn Njálsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 11:21

3 identicon

Til hamingju með litlu sys! Hún stendur sig vel skvísan Gaman að lesa síðuna og fylgjast með - það er greinilega mjög gaman hjá ykkur! Knús og kram frá öllum í Fossvoginum.  

Strúna (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband