Árekstur!!!

Loksins kom að því! Við lentum í fyrsta skipti í árekstri í Lima. Mesta furða að við skyldBílstjòrarnir ad rìfastum ekki hafa lent í árekstri áður. Við vorum á leið heim af spítalanum. Nýbúin að fylgja Mercedes, sem er nýr læknanemi á spítalanum, í strætó og lýstum því yfir við hana að strætóar væru með öruggari og skemmtilegri ferðamátum í Lima. Svo vorum við komin í strætóinn okkar og vorum á leið niður Avenida Arequipa. Sátum í sitt hvorSvona hanga straetòmennirnir ì hurdinni à ferdu einstaklingssætinu sem voru líka með þessu fína bláa vínyl áklæði, sérlega skemmtilegt í 30° hita og raka, þegar allt í einu að strætóinn snarhemlar og hver einasti farþegi kastast fram og þeir sem stóðu lágu nánast á gólfinu. Konan sem sat fyrir aftan mig kastaðist á sætið mitt sem var afar eftirgefanlegt og beyglaðist bakið fram en ég kastaðist síðan á sætið hennar Berglindar sem var ekki einu sinni fast við gólfið og munaði litlu að Berglind kastaðist út úr strætóinum. Strætóinn hafði sem sagt keyrt aftan á leigubíl og var strætóinum því lagt og bílstjórinn fór út að rífast við leigubílstjórann. Þá tók ég mig til í æstifréttamennskunni og tók videó af brotna sætinu hennar Berglindar. Það skal tekið fram að þetta var akút videó, tekid à hlid, algjörlega óæft, engin sminka og ekki einu sinni tími til að laga hárið. Svona lít ég út sveittur og þreyttur eftir dag á spítalanum í Lima :o( Videóið var tekið í flýti og mynd af bílstjórunum tveimur að rífast og síðan kvöddum við hina farþegana og tókum næsta strætó glöð í bragði. Allt var þetta hin besta skemmtun enda sakaði engann :o)

 
Eins og áður hefur komið fram kom ég að litlum kakkalakka gæða sér á kexinu hennar Berglindar í matarboxinu í gær. Í sama boxi var vel lokaður poki með Kellogs kornflexi og öruggt að kakkalakkin hefur ekkert komist í það. Ég get hins vega ekki losnað við myndina af kakkalakkanum úr huganum þ.a. Kellogs kornflex hefur verið tekið af matarlistanum. Það fækkar nú reyndar dag frá degi á þessum lista þ.a. ég býst nú ekki við að fitna hér í Perú. Tala nú ekki um ef ég fengi einhverja svæsna niðurgangspest og myndi jafnvel bara léttast. En alla vega, hættur í kornflexi en ætlaði síðan að reyna Special K sem mér finnst alveg ljúffengt heima á Íslandi. Hér í Perú er hins vega e-ð special Special K og er ekkert eins og heima. Mér finnst Special K sem er dálítið special hér í Perú ekkert voða gott :o(

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skynja mjög wishful thinking tón í þessari umræðu um svæsna niðurgangspest... Veistu ef þú ert heppinn, and if there is a God, þá nærðu þér í einn vænan hemorrhagiskan coli áður ferðin er úti - I believe in you man, you can do it!

 Æsiblaðamennskan olli mér nokkru uppnámi, finnst grunsamlegt að Mercedes var hvergi að sjá á myndunum... Var hann svona illa farinn? Var Keanu Reeves hvergi nærri meðan á öllu þessu stóð??

Gunni (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband