Nàgrannar, meira af sjóræningjaùtgàfu og meira af spìtalanum.

Auk herbergisfélaganna okkar þ.e. kakkalakkana erum við með perúska nágranna en það eru 2 íbúðir fyrir ofan okkur. Það sem er svo skemmtilegt með þessa nágranna er hvernig þeir skipSèð út ì patio-iðtast á að hafa læti. Herbergið mitt er sem sagt með glugga út í patio-ið sem er í íbúðinni þannig að ég heyri allt sem er að gerast fyrir ofan. Patio-ið er nú reyndar ekki nema svona 3 fermetrar en mér finnst það gera íbúðina fínni að segja að hún sé með patio og flottræfils Saga-Class hlutanum af mér líður betur með það. En alla vega nágrannarnir. Fólkið á efstu hæðinni er greinilega ungt fólk og líklega í sumarfríi því það vakir fram á nótt. Sjónvarp og spjall til svona 2-3 á virkum dögum og svo er partý um helgar. Hjónin á miðhæðinni eru hins vegar early wakening fólk sem fer snemma að sofa og vaknar líka snemma. Byrjuð að brasa í eldhúsinu svona upp úr 5:30 á morgnanna. Það er sem sagt kyrrð í húsinu 3-4 tíma á nóttu. Ég er þó farinn að venjast þessu ágætlega og næ góðum 6 tíma svefni með eyrnatöppum. Þarf nú venjulega mun meiri svefn en við Berglind vorum sammála um að það að fara úr myrkrinu heima og beint í sólina gerði það að verkum að við þyrftum minni svefn. Mercedes og Yalenko á sníkjudýrarannsóknarstofunni a.k.a kúkastofunni

Fórum í gær í nokkurs konar verslunarmiðstoð sjóræningjaùtgàfu ì Perù. Þetta er sem sagt markaður þar sem hægt er ad fà fullt af ljósrituðum bòkum sem koma ì mjög gòðum gæðum og meira segja ì lit. Keyptum okkur sinn hvorn Harrison manual à spænsku á 500 kr. stykkið. Sama bòk à tilboðsverði à amazon.com kostar 40$. Þetta finnst Perúbúum algjör snilld og hreykja sér af hversu gòð sjòræningaùtgàfan er þar ì landi. Sjóræningjastarfsemin er mjög þróuð en það er samt fyndið ad þù ferð à einn markað þar sem eru kannski 30 sölubàsar med bækur. À öðrum markaði eru svo 30 solubàsar med tònlist, svo 30 sölubàsar med gallabuxur og so videre. Alltaf fullt af bùðum med sömu hlutina à sama stad. Svo er oftast sama ùrval og verð à hverjum sölubàs. 

Það er ýkt gaman á spítalanum og við erum að læra fullt. Reyndar vissum við sama sem ekkert um þessa smitsjúkdóma sem eru í gangi hér þannig ad vid getum varla annað en laert e-ð nýtt. Svo verður meira að segja að viðurkennast að við vissum rosalega lítið um HIV og berkla enda sjáum við fáa HIV og berklasjúklinga heima. Hér snýst hins vegar mikill hluti starfseminnar um HIV. Læknarnir eru alltaf jafnhissa þegar við segjum þeim frá faraldsfræði HIV og berkla heima og við erum alltaf með sama spurningamerkið á andlitinu þegar við erum spurð e-a spurninga um það sem er í gangi hér eins og t.d. aukaverkanir HIV lyfja. Svo erum við spurð á hvaða ári við erum í læknisfræðinni og ég veiBerglind ad draga upp sýnid úr fremra augnhólfinut ekki alveg hvað læknarnir hér hugsa þegar við segjumst vera að útskrifast í vor. Þetta er hins vegar svaka stuð og við erum að sjá fullt af sjúkdómum sem við höfum aldrei séð og bara lesið um. Nú í vikunni bættust við 2 nemar sem eru í sama prógrammi og við. Yalenko frá Perú og Mercedes frá Kaliforníu. Þau eru mjog fín og súper áhugasöm. Við komum í það minnsta fróðari heim :o) (Þetta skrifaði í ég í gær þ.e. 25. jan en núna 26. jan er ég ekki alveg jafnviss. Þau eru bæði rosa fín en vegna þeirra eru við búin að vera á spítalanum til 16 eða lengur alla þessa viku og vorum meira segja til 18 í dag. Þetta er kannski fullmikið af því góða. Við buðum þeim heim til okkar annað kvöld þ.e. laugardagskvöld og þá spurðu þau hvort við myndum fara beint af spítalanum heim til okkar. Ég sagði nei og við myndum ekki vera svona lengi á spítalanum á morgun. Við þurfum að lesa og njóta þess að vera í Perú.)  Í gær sáum við 15 ára stelpu sem er mögulega með lirfusýkingu í auganu, Toxocarinis canis. Við fórum svo í dag þegar verið var að taka sýni úr fremra augnhólfinu til að sjá hvort um þessa sýkingu er að ræða eða ekki. Augnlæknirinn spurði hver hefði áhuga á að verða augnlæknir og Berglind sagði það enn vera í myndinni en við hin sögðum bara þvert nei. Augnlæknirinn bauð þá Berglindi að vera með í sýnatökunni og hér er mynd af henni að draga upp vökvann. Farið á bloggið hennar Berglindar og sjáið fleiri myndir.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Býst fastlega við að fá mikið af sjóræningjagjöfum við heimkomuna. Gukki - Frada og allir hinir félagarnir velkomnir....

Gaman að lesa af ykkur - er bara búið að taka 1 hlaup ?

Knús í krús

MT 

Margrét Tryggva (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 22:38

2 identicon

Hæ Pétur, ég var að finna bloggið þitt og er glöð með það.

Haltu áfram að skrifa mikið svo ég geti haldið áfram að lesa það mikið. Ég er nefnilega að lesa undir próf, og þetta er án efa andlausasti próflestur sem ég hef gengið í gegn um og ég held að ég mæli fyrir munn félaga minna hér í Ármúlanum með það. Svoleiðis að það gleður mig mjög að lesa um ævintýri í öðrum heimsálfum. Les alltaf Afríkubloggið líka og það er alveg á hreinu að ég ætla ekki að vera ólétt á 6. ári svo ég geti lagt heiminn að fótum mér.

Gangi þér vel,

líf og fjör,

Allý 

Allý (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband