Lima´s "Golden beach", leiðsögumenn og enn meira af kakkalökkum.

Veðrið heldur áfram að vera með besta móti. Tæplega 30° hiti og sól. Berglind hefur verið að reyna að finna e-a sundlaug sem við gætum mögulega farið í en það er ekki með nokkru mStröndin vid Limaóti hægt að fara á ströndina í Lima nema þá helst að taka góðan skammt af fyrirbyggjandi sýkla- og snýkjudýralyfjum og ég held bara að það dugi ekki einu sinni. Ströndin í Lima er sem sagt viðbjóður. Þetta er sko engin “Golden beach” nema þá helst sjórinn sem er “golden”. Hann er svona brúngylltur og er líklegast blanda af Kyrrahafssjó, perúsku hlandi og linum hægðum/niðurgangi eftir allar snýkjudýrasýkingar sem Perúbúar þjást af. Við höfum því miður ekki fundið neina sundlaug en það eru hins vegar fullt af klúbbum með sundlaugum niðri við strönd en því miður er ekki hægt að kaupa sig inn í einn daga heldur verður að sækja um aðild að klúbbnum og gerast félagi til lengri tíma :o( Þetta er synd með sjóinn hérna í Lima því umhverfið er mjög fallegt og öldurnar góðar. Það eru að vísu e-r Limabúar sem fara í sjóinn en það er hins vegar varað við því í öllum blöðum og útvarpi að fara í sjóinn. Svo er einnig herferð hér í Perú þar sem fólk er hvatt til að þvo hendur með sápu og vatni eftir klósettferðir og fyrir máltíðir. Þetta sýnir í raun hversu aftarlega þeir eru á merinni hvað svo margt varðar. Lánastarfsemi virðist þó blómstra. Við Berglind höfum í það minnsta séð auglýsingar fyrir 120% íbúðalánum. 100% í íbúðakaupin og síðan 20% í að kaupa húsgögn og svoleiðis. Svo sá ég að hægt var að kaupa úr á 6 mánaða raðgreiðslum en úrið kostaði 1000 kr. Það er kannski til marks um hversu lágt verðlagið er að hægt er að fá að greiða 1000 kr. á 6 mánuðum. Fátæktin er mikil. 

Fórum út að borða með Mercedes læknanema á laugardagskvöldið en eyddum síðan sunnudeginum í smá sightseeing og afslöppun. Fórum í Huaca Pucllana sem eru rústir frá 400 eftir Krist en þarna var n.k. pýramídi og helgistaður. Rústirnar eru hluti af Lima menningunni sem var á þessi svæði áður en ríki Inkanna varð til. Fengum sökum útlits “enskumælandi” leiðsögukonu. Það liggur samt við að ég fari að gera mér það upp að kunna ekki ensku til að leiðsögumennirnir tali bara spænsku. Enskan sem leiðsögumennirnir tala er í það minnst oft svo léleg að maður skilur ekki neitt og oft líkt og þeir hafi lært e-a rullu utan að án þess að skilja sjálfir hvað þeir eru að segja. Við skildum betur hvað þessi sagði þegar hBerglind og leidsögukonan góda í Huaca Pucllanaún gat ekki útskýrt e-ð á ensku og talaði þá spænsku. Hún thráadist samt vid og taladi ensku sama hvad vid gáfum í skyn ad okkur taetti spaenskan ágaet. Best fannst mér samt þegar hún var að segja okkur frá vinnumönnunum sem unnu við gerð Huaca og hún sagði að stytturnar sem voru þarna til sýnis væru í raunstærð og að meðalhæð manna á þessum tíma hefði verið “five feet meters”. Einmitt “five feet meters”, 5 feta metrar. Svo hummaði hún og jánkaði og við jánkuðum bara á móti :o) Í lok skodunaferdarinnar var okkur svo vísad inn í minjagripaverslunina og nánast skikkud til ad skoda okkur tar um. Ég keypti mér n.k. styttu af naggrís en teir eru bordadir heilgrilladir hér í Perú og eru hid mesta lostaeti. Ég hlakka alla vega til ad fá mér aftur naggrís tegar vid forum til Cuzco. Svo keypti ég líka brjóstsykra sem búid er af blanda út í kókalaufum og verda muldir tegar vid forum í gonguna milli Cuzco og Machu Picchu. Perúbúar hafa notad kókalaufin í margar aldir en tau sedja hungur og veita aukna orku. Kókaín er unnid úr kókalaufunum. 

Eftir skoðunarferð í Huaca komum við okkur fyrir í almenningsgarði og lásum og ég lagði mig á bekknum í sólinni. Fórum svo út að borða í kvöld og fengum líka þessa fínu rauðsprettu sem var vafið utan um lax og krabba. Mjög gott og ég fer óhræddur að sofa enda hef ég fulla trú á veitingastaðnum sem var mjög góður. Þegar við komum heim byrjaði ég á að stíga á kakkalakka fyrir utan og hann virtist mjög crunchy. Svo gengum við inn í íbúð og viti menn, var ekki bara welcomin comittee á svæðinu. Þar var mættur einn af stærri kakkalökkum sem við höfum hitt. Berglind kallaði hann Snata enda minnti stærðin helst á hvolp en hann var um 4,5 cm. Flestir eru 2,5-3,0 cm en þessi hefur komist í holla matinn okkar og stækkað svona vel. Þrátt fyrir hlýjar móttökur var hann settur út á stétt. Hér má sjá videó af Snata. Ég veit í raun ekki hvort ég sé kominn með kakkalakkaphobiu eða kakkalakkaphiliu (afbrigðileg ást á kakkalökkum). Annars vegar dáist ég að þeim og tek videó eins og þið sjáið eða þá hristi öll föt og skoða alla skó áður en ég klæðist eða líkt og síðustu nótt að ég vaknaði upp með andfælum viss um að það væri kakkalakki í rúminu mínu. Þá var það sko: “Mamma mig langar heim” fílingurinn. Rannsakaði rúmið hins vega hátt og lágt og það var enginn kakkalakki. Þeir vilja ekki rúmið mitt en eru hins vegar æstir í rúmið hennar Berglindar :o)

Jaeja nú er ég búinn ad vera ad reyna ad setja inn videoid af kakkalakkanum í 2 tíma og sídasta 1 og hálfa klukkutímann hefur setid vid hlidina á mér kona sem kannast ekkert vid deodorant og aetli hún fari ekki í sturtu svona 1x í viku. Tad hefur hins vega ekkert gengid med videoid. Reyni aftur sídar og set inn fleiri myndir. Adios!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einmitt Pétur, kókalauf. Verði þér bara að góðu og skemmtu þér vel. 

Kveðja frá Seattle, Erna.

p.s. bið að heilsa Berglindi

Erna (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 03:01

2 identicon

Fáránlegt að hafa farið til Perú tvisvar en aldrei smakkað smá Kóka.

Erik (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 17:59

3 identicon

Hei - uncle Pete!! Hvernig væria að koma með svona "kóka" brjóstsykur heim til að gefa mér svo að ég geti slegið met í næsta maraþoni?        Gaman að lesa pistlana þína og Berglindar. Lára spyr um frænda sinn og hlakkar til að hitta þig. Knús og kram frá öllum í G-4

Sigrún Erlendsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 22:40

4 identicon

Nakvaemlega, geturdu ekki sent mer sma svona koka, tharf e-d til ad koma mer af stad herna i kuldanum!!!

kv, Sigrun H.

Sigrun (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband