26.3.2007 | 11:50
Inkatrailið > New York > Ísland
Eftir Machu Picchu var haldið til Cuzco og daginn eftir til Lima. Þar tók við heilmikið verk að pakka, vorum með tæplega 100kg af farangri. Síðan kvöddum við vini okkar héldum til NY eftir að hafa eytt tæplega 2 dögum í Lima. Tókum næturflug til NY og lentum bara spræk í skítakulda og síðan tók við 5 daga túristapakki í NY. Það var frábært og gerðum heilmargt. Fórum í sightseeing bus, Empire State, Frelsisstyttuna, þyrluflug, Lion King á Broadway, hittum mömmu og pabba og fórum í Museum of modern art, Metropolitan safnið og Bodies sýninguna. Auk þess var kíkt í búðir, farið á veitingastaði og bari. Siðasta daginn í NY byrjaði síðan að snjóa og 4 tíma seinkun á fluginu heim en það var allt hið besta mál og við komumst heil á höldnu til Íslands þar sem Bára systir, Ingibjörg mamma Berglindar og Siggi og Steinunn systkini Berglindar tóku á móti okkur. Seinna þann dag hittumst við Berglind í Bláfjöllum og síðan hefur maður verið að ganga frá og koma sér að verki við lestur en framundan eru 6 vikur í próflestur. Þá er það Tæland í útskriftarferð og eftir það byrjar kandídatsárið, röntgen í júní. Já svona er planið!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.