Inkatrailið > New York > Ísland

Jæja þá er maður kominn heim fyrir viku og tími til kominn að klára þetta blogg. Ég held bara áfram þaðan sem frá var horfið. Við lögðum eldsnemma af stað daginn eftir síðasta blogg og fórum með rútu að upphafsstað Inkatrailsins. Svo tók við 3 daga skemmtileg ganga um Andesfjöllin, upp og niður, rigning og sól, fallegt landslag og inkarústir. Þetta var æðislega skemmtilegt og mjög þægileg ganga og alls ekki of langar dagleiðir. Við byrjuðum í tæplega 2000 m.y.s. og fórum hæst í 4200 m.y.s. og enduðum í Machu Picchu sem er í u.þ.b. 2400 m.y.s ef ég man rétt. Setti inn nokkrar myndir sem lýsa leiðinni. Þegar við komum til Machu Picchu var rigning og þoka en birti þegar leið á daginn og svo daginn eftir var æðislegt veður en við gistum eina nótt og fórum aftur upp að Machu Picchu.  

Eftir Machu Picchu var haldið til Cuzco og daginn eftir til Lima. Þar tók við heilmikið verk að pakka, vorum með tæplega 100kg af farangri. Síðan kvöddum við vini okkar héldum til NY eftir að hafa eytt tæplega 2 dögum í Lima. Tókum næturflug til NY og lentum bara spræk í skítakulda og síðan tók við 5 daga túristapakki í NY. Það var frábært og gerðum heilmargt. Fórum í sightseeing bus, Empire State, Frelsisstyttuna, þyrluflug, Lion King á Broadway, hittum mömmu og pabba og fórum í Museum of modern art, Metropolitan safnið og Bodies sýninguna. Auk þess var kíkt í búðir, farið á veitingastaði og bari. Siðasta daginn í NY byrjaði síðan að snjóa og 4 tíma seinkun á fluginu heim en það var allt hið besta mál og við komumst heil á höldnu til Íslands þar sem Bára systir, Ingibjörg mamma Berglindar og Siggi og Steinunn systkini Berglindar tóku á móti okkur. Seinna þann dag hittumst við Berglind í Bláfjöllum og síðan hefur maður verið að ganga frá og koma sér að verki við lestur en framundan eru 6 vikur í próflestur. Þá er það Tæland í útskriftarferð og eftir það byrjar kandídatsárið, röntgen í júní. Já svona er planið!


Huaraz > Lima > Cusco > Inkatrail

Tad var aedislegt ì Huaraz. Fòrum ì dagsferd à midvikudaginn ì lìtilli rùtu àsamt 16 perùskum tùristum. Fòrum upp ad Llanganuco vatni sem liggur vid Huascaran sem er haesti tindur Perù 6768 m.y.s. Fòrum einnig ad tar sem àdur var torpid Yungay en 31. Maì árid 1970 fòr snjòflòd yfir baeinn og lBerglind vid Churup vatn ì 4450 m.y.s med Churup tind ì baksynagdi ì rùst og 20.000 torpsbùar lètust og einungis um 300 sem lifdu af. Fòrum svo à adra minna spennandi stadi en skemmtilega tò. À fimmtudaginn forum vid svo ì gongu upp ad Churup vatni sem er ì 4450 m.y.s. og liggur vid Churup tindinn. Tad var mjog gaman en gangan tòk um 8 tìma upp og nidur. Fòrum svo med rùtu til Lima à fostudaginn og komum tangad um 20:30. Pokkudum upp à nytt og logdum okkur ì 2 tìma og svo var haldid ùt à flugvoll og haldid til Cusco. Erum ì Cusco nùna og aetlum ad skoda okkur um en à morgun byrjar svo gangan frà Cusco til Machu Picchu en vid komum til Machu Picchu à fimmtudaginn. Verdum einn dag tar og svo komum vid til Cusco à fostudaginn. Svo er tad Lima à laugardaginn og naeturflug til New York à sunnudaginn. Bara gaman! Einu àhyggjurnar eru ad tad er rigningartìmabil nùna og vid gaetum lent ì rigningu à Inkatrailinu. Vona ad èg komist à leidarenda og laus vid lungnabòlgu. Meira seinna.

Rùtuferdir, Trujillo og Huaraz

Við fórum frá Cajamarca á sunnudagsmorgun með rútu til Trujillo en Berglind og Pétur vid Cumbe Mayo

það tók um 7 tíma með örfáum stoppum á leiðinni, nánast direkt rútuferð. Það var nú alls ekki hægt að kvarta yfir sætunum og var gott fótapláss og fór ágætlega um okkur þrátt fyrir að þetta væri economic class en við þurftum sem sagt að borga 300 kall á mann fyrir þessa rútuferð. Svona er verðlagið hérna í Peru. Ekki nóg með að sætin væru þægileg þá voru líka nokkur sjónvörp um borð og á þessari leið voru fyrirhugaðar tvær sýningar. Fljótlega eftir að við lögðum af stað setti rútuþjónninn uppáhalds DVDið sitt í tækið en þá var maðurinn greinilega hardcore Van Damme aðdáandi og var með the entire Van Damme collectionið. Fyrst var second in command sem var um stríð á Balkanskaganum með tilheyrandi sprengjum og látum en seinni myndin var The Savage (AKA In Hell). Í þeirri mynd leikur Van Damme eiginmann sem lendir í því í upphafi myndar að eiginkonu hans er nauðgað og síðan myrt á hrottalegan hátt. Morðinginn er síðan sýknaður en þá drepur Van Damme morðingjann og lendir fyrir vikið í e-u S-amerísku fangelsi. Myndin gerist síðan aðallega í fangelsinu. Þar lendir vinur Van Damme, ungur maður um 25 ára, í því að vera ítrekað nauðgað og síðan stundar fangelsistjórinn að láta fangana berjast upp á líf og dauða. Þessu var öllu komið vel til skila í myndinni og m.a. sýnt þegar Van Damme stakk augun úr einum fanga og beit annan á háls. Þetta horfði ég á ásamt öðrum farþegum sem voru á aldrinum 2-75 ára.   

Við náðum að gera Trujillo góð skil kvöldið sem við komum og daginn eftir. Við skoðuðum miðbæinn sem þykir hafa yfir sér spænskt yfirbragð og Trujillobúar hreykja sér yfir byggingum í colonial stíl. Þær voru sosum ágætar en margt annað skemmtilegra að sjá. Siðan heimsóttum við HuaBerglind í Chan Chancas del luna sem er forn helgistaður Moche menningarinnar sem bjó á þessu svæði. Þaðan fórum við á dans og hestasýningu en í Trujillo er mikil dans og hestamenning. Sáum perúska paso hestinn og fengum að setjast á og rétt að prófa en paso hesturinn fer á tölti líkt og íslenski hesturinn en það verður að segjast að sá íslenski er mun skemmtilegri. Svo var það ein af höllum Chan Chan en það eru flennistórar rústir af gamalli borg Chimote menningarinnar. Þaðan var haldið til smábæjarins Huanchaco sem er rétt hjá Trujillo og þar löbbuðum við meðfram ströndinni og sáum caballitos sem eru bátar úr n.k. bambus og hafa verið notaðir óbreyttir í þúsundir ára. Svo var haldið upp á hótel og löbbuðum aðeins um miðbæ Trujillo, aðallega eina búð, og loks farið á rútustöðina til að ná næturrútunni til Huaraz. Berglind og Pètur à taki hòtelsins ì Huaraz

Komum til Huaraz fyrir 3 tímum og VÁ!!! fjöllin hérna og landslagið eru svo falleg að það er ekki hægt að lýsa því. Erum líka á þessu fína hóteli og sjáum hluta Cordillera Blanca og Negra úr herberginu okkar. Fengum að tékka okkur inn kl. 7:30, starfsfólkið indælt, morgun-

maturinn frábær, gym á staðnum og svo er útgengt á þakið og þar er útsýnið vangefið. Baðherbergið er líka snyrtilegt ólíkt sturtunni í Trujillo en þar blakti sturtuhengið af sjálfu sér og sturtuhausinn var við það að fara að hreyfast en það var svo mikið af e-m þörungavöxti í sturtunni að það var eins og fiskabúr sem hefði þurft að þrífa fyrir mánuðum. En alla vega ætlum að taka því rólega í dag enda vorum við í rútu frá kl. 21:00 í og komum um 6:30. Síðan er planið að fara í skoðunarferð um Huascaran með rútu á morgun og á fimmtudaginn förum við svo í dagsgönguferð upp að Churup vatninu sem er í 4400 m.y.s.  Búinn að setja inn fleiri myndir m.a af naggrísnum góða! 

Cajamarca!

Maettum út á flugvoll í Iquitos eftir 2 tíma blund. Flugum til Lima og tar tók Julio vinur okkar á móti okkur, kl. 7 um morguninn, og vid fórum heim til hans ad pakka upp á nýtt. Hann geymir hluta af farangrinum okkar. Tar var tekid vel á móti okkur og mamma hans gaf okkur alveg dýrindis morgunverd. Ég nádi ad launa gestrisina med tví ad skalla eina af ljósakrónunum hennar og molbrjóta. Konan var reyndar med allar ljósakrónur í ennishaed sonum hennar til mikillar armaedu og nú nádi ég ad skalla eina. Hún tók tessu hins vegar alveg ljómandi og fannst tetta fyndid. Mér fannst tetta ekki jafnfyndid og var alveg í mínus. Julio skutladi okkur sìdan út á voll á hádegi og vid flugum til Cajamarca kl. 15. Ég var alveg daudur eftir tessi ferdalog og alveg ónýtur en svaf allt flugid til Cajamarca. Á flugvellinum tar kom líka tessi indaeli eldri madur upp ad okkur og spurdi hvort okkur vantadi TAXI sem okkur vantadi. Vid tádum bod hans en vorum adhlàtursefni á flugvellinum og okkur var líka skemmt en bíllinn sem madurinn baud upp á var vínraud Volkswagen bjalla árgerd nítjánhundrudsjotíu og e-d. Okkur fannst tetta svo fyndid ad vid skelltum okkur bara med honum og tad var alveg tess virdi og svo var bílinn myndadur bak og fyrir í lokin. Àkvàdum sìdan ad leggja okkur tegar vid komum á hostelid og sváfum í 3 tíma og voknudum sídan til ad bursta tennurnar og fórum sídan aftur ad sofa.

 

Hèr í Cajamarca hofum vid sìdan gengid upp ad útsýnispalli yfir borgina og tar fengum vid 3 guida á aldrinum 9-11 ára sem stódu sig med ágaetum og sogdu okkur sogu stadarins. Fórum sídan ad skoda grafir í Otuzco sem eru n.k. gluggar í klettum og eru frà àrunum 500-1200. Sídan skodudum vid mjólkurbú og ostaverksmidju. Fórum sídan ad 3000 ára gomlum helgistad Cajamarcamenningarinnar sem er í 3500 m.y.s. og á tví svaedi eru mork en ár austan megin vid Cumbemayo renna til austurs í Atlantshafid en vestan megin í Kyrrahafid. Gaman fyrir ykkur lesendur ad vita tad! Fórum sídan í bad í Baños del Inca sem eru bod á jardhitasvaedo en tar var einmitt sídasti inkinn hann Atahualpa ad bada sig tegar Spánverjarnir, undir stjórn Pizarro, komu til Cajamarca. Spánverjarnir budu sídan Atahualpa á fund á adaltorgi Cajamarca og sogdust koma í fridi. Tegar Atahualpa maetti sídan á fundinn àtti var Atahualpa sagt ad hann yrdi ad taka kristna trù en tegar hann maldadi í móinn handsomudu Spánverjarnir hann og drápu 2000 af monnum Atahualpa en Spánverjarnir vorun hins vegar 178 og adeins einn dó. Atahualpa og Pizarro gerdu sídan samning um ad herbergi í holl Atahualpa yrdi fyllt 1x af gulli og 2x silfri og tà yrdi Atahulpa sleppt. Vid fórum ad skoda tetta herbergi. Herbergid var fyllt og Pizarro fékk gull og silfur en sídan var Atahualpa samt tekinn af lífi. Smá sogukennsla ásamt ferdasogunni. Tetta skodudum vid sem sagt í Cajamarca og á morgun holdum vid til Trujillo.

 

Tá er komid ad matarhorninu en ég er náttúrulega mikill matgaedingur og vil gjarnan prófa flestan mat. Er búinn ad lauma inn faerslu um mat hér og tar en held ad tad sem eftir er ferdarinnar verdi bara sér dálkur í lokin um mat. Verdur samt ekkert BBC food channel eda neitt svoleidis. Alla vega hér í Cajamarca prófadi ég chopa verde sem er graen súpa med kartoflum, eggjum, osti og lókalkryddjurtum. Naest var tad naggrís skorinn í helminga, steiktur og borinn fram med kartoflumús. Sídan prófadi ég humitas sem er maísstappa sodin í maíslaufbladi. Meira seinna!

 

P.S Vil minna fólk á ad ég er ad fara til NY eftir 2 vikur og krónan má halda áfram ad styrkjast t.a. ég hvet fólk til ad styrkja krónuna t.a. dollarinn laekki.


Pètur "wifebeater" og bless Iquitos!

Aumingja Berglind :o/Jà eins og Berglind lysti svo vel à blogginu sìnu (èg fòr heldur fìnna ì lysingarnar) gekk henni ekkert ad komast sjàlf upp ì bàtinn tannig ad tad turfti ad toga ì hana. Tad endadi hins vegar med teim òskopum ad hùn endadi à bàtsbotninum og oll rispud à bakinu og svo fèkk hùn risastòra marbletti innan à bàda upphandleggina. Marblettirnir verda verri og verri, dokkna og meira àberandi. Nù gongum vid saman um baeinn og èg er litinn hornauga og talinn wifebeater. Vid erum oftast àlitin par og tad faer enginn svona marbletti vid ad detta. Nù tarf èg ad bidja hana ad hylja sig tvì èg vil helst ekki ad tessir marblettir sjàist. Vona ad teir hverfi fljòtt. 

Vid forum à flugvollinn eftir 4 tìma og fljùgum til Lima og stoppum ì 8 tìma og sìdan forum vid til Cajamarca. Tràtt fyrir ad Iquitos sè aedi verd èg ànaegdur ad komast loksins ì taegilegra vedur en ì Cajamarca er spàd 17º C :o) Loksins get èg farid ùt àn tess ad bera à mig hnaustykkt lag af sòlarvorn og ofan à tad moskìtòrepellant og svo svitnar madur og tetta bràdnar allt og lekur ùt um allt. Alveg kominn med nóg af tessu. Jaeja nú tarf èg ad fara ad klàra ad pakka og braeda algjorlega ùr hàrturrkunni à herberginu okkar. Èg rèdst nefnilega ì tad ad trìfa narìur og sokka og til ad flyta fyrir tvì ad tvotturinn thorni stend èg yfir honum med hàrturrkuna à fullu. Plastid var farid ad bràdna tannig ad èg tòk smà pàsu og skrifadi tessa faerslu. Meira sìdar!


Frumskògarferdin!

Helgin var fràbaer ì einu ordi sagt! Vorum sòtt à hòtelid à laugardags-Explorama lodge

morgun og sìdan flutt med hradbàt 80 km nidur med Amazon ad lodge-inu sem vid gistum ì um helgina. Lodge-id er vid litla á sem gengur út í Amazon fljótid. Adstadan er mjog skemmtileg og sèst best á myndunum. Hvorki rafmagn nè rennandi vatn. Kamar til ad gera tarfir sìnar, kold sturta, kerti og luktir til ad lysa upp à kvoldin, herbergi opin ùt ì skòg, rùm med flugnaneti og tess hàttar. Fòr samt ekki illa um nokkurn mann, gòdur matur og vangefin stemming ad gista tarna. Fràbaert ad leggjast til svefns undir flugnanetinu og heyra hljòdin ì frumskòginum. Bùinn ad setja inn myndir og svo eru fleiri myndir à myndasìdu Berglindar www.fotki.com/berglindm                                      Slanga ad kyrkja rottu

Vid maettum í lodge-id à hàdegi, fengum hàdegistmat og hittum Cesar sem var leidsogumadurinn okkar. Sìdan var smà krìa ì einu af hengirùmunum àdur en vid fòrum med bàti ì lìtid torp “ribereños” en tad er fòlkid kallad sem byr medfram ànni. Fengum ad skoda eitt daemigert heimili. Hùsid stòd vid àrbakkann og var à stoplum til ad koma ì veg fyrir ad flaeddi inn tegar haekkar ì ànni. Inni ì hùsinu sem hefur verid 40 m2 voru tvo rymi, forstofa og svefnadstadan. Tarna bjuggu 6 manns og svàfu allir à sama stad. Ì torpinu var e-k hittingur ì gangi à medal torpsbùa og naerliggjandi baeja enda karnival vika. Tarna voru krakkar ì fòtbolta og tad var tekinn einn leikur. Tad var mjog gaman tràtt fyrir 40º C og mikinn svita. Sidan var haldid aftur ad lodge-inu og vid Berglind fòrum ì stuttan tùr à kanò upp med litlu ànni sem lodge-id stòd vid. Vid kvolmatinn hittum vid sìdan Dr. Linnea Smith sem er amerískur laeknir sem rekur heilsugaesluna vid Yanomono sem er ì gongufaeri frà lodge-inu. Tad var ì raun adalamàlid ad hitta tessa konu og sjà heilsugaesluna. Vid raeddum vid hana um rekstur og sogu heilsugaeslunnar og maeltum okkur mòt vid hana daginn eftir. Eftir kvolmat urdum vid sìdan vitni ad tvì tegar boa slanga kyrkti rottu. Tetta var algjor tilviljun enda slangan villt og ekkert à prògramminu sem sagdi af vid myndum sjà nagdyr drepin af slongum. Àhugavert og gaman ad sjà en ekki mjog smekklegt. Pètur ad borda Piraña fisk :op 

Voknudum à sunnudagsmorgni eftir mjog gòdan 9 tìma  svefn. Mikil tilbreyting frà vanalega 6 tìma svefninum sem vid hofum verid ad fà ì Perù. Gengum ad litlu torpi tar sem bùa Yagua indìànar. Àdur voru teir miklir veidi- og strìdsmenn og veiddu med pucuna sem er kallad blowgun à ensku. Skutu sem sagt orvum med tvì ad blàsa ì ror. Orvunum var bùid ad dyfa ì curare sem lamar bràdina. Vid fengum fyrirlestur um indìànsamfèlog, sàum typiska dansa og fengum ad pròfa ad skjòta orvum med pucuna. Vid Berglind stòdum okkur med àgaetum og hittum ì mark òlìkt odrum. Hèr geta fròdleiksfùsir fundid frekari upplysingar um pucuna http://www.spurlock.uiuc.edu/collections/artifact/blowgun.html Yagua fòlkinu fer faekkandi lìkt og odrum indìànaaettbàlkum og er haetta à menning teirra og lifnadarhaettir lìdi undir lok. Frà Yagua fòlkinu var haldid ad rommverksmidju. Vid pressudum sykurreyr og smokkudum safann og sìdan ymsar tegundir af rommi. Eftir rommsmokkun hèldum vid sìdan à fund laeknisins og fengum tùr um heilsugaesluna. À heilsugaesluna koma 150-200 manns í mánudi en tad var enginn sjúklingur à medan vid vorum tarna. Tetta er heilsugaesla sem sinnir ì raun ollu lìkt og heilsugaeslur ùti à landi heima nema ad taekjabùnadur er minni og naesta sjùkrahùs er ì 80 km fjarlaegd sem tarf ad fara med bàti. Frà heilsugaeslunni var farid ì hàdegismat og eftir tad var haldid à piraña veidar. Vid fòrum med bàti upp med einni af hlidaràm Amzon. Veidistongin var trjàgrein og vid hana var festur spotti med ongli. Beitan var gùllasbiti. Sìdan kastadi madur ùt ì vatnid og beid eftir ad finna ad tadBerglind og Pétur að synda í Amazon fljótin vaeri verid ad narta ì bitann. Tá kippti madur ì von um ad nà fiskinum. Mest allur hluti beitunnar fòr nú ì ad faeda fiskana àn tess ad nà teim. Èg nàdi tò ad veida fjòrar geddur og Berglind eina geddu og eina sardìnu. Vid fengum hvorugt piraña en Berglind hefur àdur veitt piraña. Leidsogumennirnir veiddu tó fjòra piraña og teir voru ètnir um kvoldid. Eftir fiskveidarnar hèldum vid heim à leid. À leidinni stoppudum vid til ad Berglind og èg gaetum synt ì Amazon ànni. Okkur langadi bara ad pròfa enda bada sig allir ì ànni sem bùa vid hana. Vid hofum reyndar eytt miklum hluta tìmans hèr ì Perù vid ad laera um haettur à snykjudyrasykingum vid ad bada sig ì ànni en skìtt med tad okkur langadi ad pròfa. Èg var àkvedinn ad làta bara vada og vera ekkert ad gutla vid tetta t.a. tegar bàturinn stoppadi stokk èg bara beint ùt ì og à bòlakaf. Vatnid er brùnt (af ollum jardveginum sem tyrrlast upp og kannski e-u odru :o/) en mjog taegilegt hitastig og reyndar bara mjog frìskandi og gott ad stokkvaCesar leiðsögumaður með uglufiðrildi ùt ì. Vid tòkum reyndar mjog stuttan sundsprett og komum okkur aftur upp ì bàtinn. Berglind àtti ì smà vandraedum ad hìfa sig upp ì bàtinn og èg turfti ad taka undir handleggina à henni sem endadi ekki betur en svo ad hùn er marin à upphandleggjunum og svo endadi hùn à bàtsbotninum og oll rispud à bakinu. Èg er orugglega talinn e-r wifebeater tegar fòlk sèr okkur saman nùna. À sunnudagskvoldid eftir kvoldmat fòrum vid ì kanòferd upp med litlu ànni sem lodge-id stendur vid. Vid fòrum med Cesari og sìdan lystum vid med vasaljòsi og leitudum ad e-u àhugaverdu ad sjà. Mèr fannst tessi bàtsferd hàpunktur helgarinnar àsamt hofrungunum (sjà nedar) enda var aedislegt ad sigla ì myrkrinu og heyra ì dyrunum ì skoginum og sjà froska, snàk, fidrildi, ledurbloku, fugla og fishing spider. Algjort aedi!   

À mànudagsmorguninn fòrum vid ì sìdasta tùrinn okkar med Cesari en vid aetludum ad reyna ad sjà letidyr og bleiku hofrungana sem lifa ì Amazon ànni. Èg var nù ekkert allt of vongòdur og var alveg bùinn ad saetta mig vid ad sjà ekki hofrungana. Tad var tvì engin smà gledi tegar vid komum ad hòpi hofrunga ì einni af hlidaràm Amazon. Cesar taldi 6 hofrunga og tar à medal einn kàlf. Vid vorum tarna ì hàlftìma og fylgdumst med teim koma upp à yfirbordid. Sìdan sàum vid oft hòp af sardìnum stokkva upp ùr vatninu ad flyja undan hofrungunum. Tad er ekki haegt ad lysa tessu. Tetta var aedi. Frá hofBleikur höfrungur í Amazonrungunum var haldid aftur ad lodge-inu og sìdan aftur til Iquitos à hòtel. Tar hofum vid sìdan verid ì gòdu yfirlaeti, lesid og hangid vid sundlaugina og notid tess ad vera med loftkaelingu. Maeli med tvì ad kìkja à bloggid hennar Berglndar og sjà fleiri myndir frà helginni. Tengillinn virdist ekki virka (Berglind heldur ad tad sè viljandi hjà mèr) en slòdin er www.berglindogpetur.blogspot.com . Tèkk it out!


Frumskógarferð á morgun :o/

Jæja á morgun förum við að Explorama Lodge sem er 80 km niður með Amazon fljótinu frá Iquitos. Verðum þar fram á mánudag en við erum sem sagt að heimsækja heilsugæslu þar sem er rekin af amerískum lækni. Á dagskránni er einnig gönguferðir um frumskóginn og bátsferðir á Amazon og vonandi sjáum við bleika höfrunga. Það er alveg spurning hvort Berglind komi með mér til baka enda finnst henni frumskógurinn algjört æði. Það er nú líka alveg spurning hvort ég komi til baka. Hver veit nema að eftir helgina verði maður kominn í hendur skæruliða og jafnvel farinn að vinna á ópíumakri í Kolombíu eða e-ð þaðan af verra. Ef ekkert hefur heyrst í mér á þriðjudaginn næsta vonast ég eftir leitarflokki á Amazon svæðum Perú og Kolombíu. Vona að það komi ekki til þessa né mamma og pabbi fái senda lausnargjaldskröfu í pósti. 7-9-13!!! Adios amigos! 

P.S Hér er tengill á yfirlit yfir helstu hryðjuverka- og skæruliðasamtök S-Ameríku. Á nú skv. þessu að vera nokkuð öruggur. http://www.defenddemocracy.org/research_topics/research_topics_show.htm?doc_id=158400&attrib_id=7449


Quistococha, moskìtòmatur, American breakfast > jungle breakfast, Belen "fljòtandi byggd" ì Iquitos, fljòtandi veitingahùs og steiktur kròkòdìll

Fórum í gaer að Quistococha vatninu sem er um 30 mìn fjarlaegd frà Iquitos med mototaxBerglind med tvaer Boa slonguri, mòtorhjòl med vagni fyrir aftan, og var gaman ad sjà ùthverfi borgarinnar og sveitina. Vid Quistococha er rekinn dyra- og grasagardur og er lítil badströnd vid vatnid. Hitinn, 36º C, og rakinn, um 45%, voru alveg að gera út af við mig og ekki batnadi þad vid að bera á sig lag af moskítórepellant og sólarvorn. Ég svitnadi eins og svín og var vaegast sagt hraedilegur à ad lìta. Ég er klàrlega ekki þessi frumskógartypa og à best heima à Fròni ì kuldanum. Èg held àfram ad vera forrèttur, adalrèttur og eftirrèttur moskìtòflugnanna og eins og tad sè ekki nògu slaemt tà er èg kominn med ofnaemi fyrir moskìtòrepellantinum sem kannski verndadi mig e-d smà. Berglind nytur sìn hins vegar ì botn, ekki eitt einasta bit og virdist tola loftslagid vel. Èg aetla ad vona ad hùn haldi àfram ferdinni med mèr. Gaeti samt trùad henni til ad verda eftir hùn er svo ànaegd. Forum um helgina inn ì frumskòginn til ad heimsaekja n.k. heilsugaeslu sem amerìskur laeknir hefur rekid tar ì um 15 àr. Verdum inni ì frumskòginum ì 3 daga og gistum à “lodge” og tad verda sko flugnanet yfir rùmunum og allur pakkinn. Tad verdur potttètt mjog gaman tò svo èg komi heim ùtbitinn og illa farinn. 

Èg lagdist til svefns ì gaer lìkt og fyrri kvold fullur tilhlokkunar ad fà mèr “american breakfast” en èg hef fengid mèr rùnstykki, jògùrt og steikt graenmeti med e-s konar reyktu kjoti undanfarna morgna. Borda alltaf og hugsa ad komi nù ekkert til med ad fà allan daginn. Mèr brà nù heldur betur ì brùn tegar èg kom ad skàl sem var vid hlid graenmetis og kjotblondunnar minnar. Ì fyrstu taldi èg ad um voda “fanzy” saffran krydd vaeri ad raeda en svo hreyfdist, tad sem èg taldi e-t krydd, og upp ùr skàlinni gaegdist hlussufeitur suri-ormur. Tad var sem sagt bodid upp à suri-orma ì morgunmat en teir eru bordadir steiktir eda grilladir à teini. Tjònustustùlkan tòk upp feitasta orminn og sagdi ad tessi vaeri gòdur fyrir mig. Èg veit ekki hvort yfirtjòninn hafi talid ad tetta taetti mèr orugglega girnilegt eda hvort honum finnist èg borda of mikid og hann hafi viljad minnka morgunmatarlystina og spara fyrir hòtelid. Èg hef ekki enn komist ad nidurstodu.  

 Veitingastadur fljòtandi à Amazon

Tad var mjog gaman à spìtalanum ì dag og vid erum virkilega ànaegd med ad hafa komid hingad lìka en ekki bara verid à spìtalanum ì Lima. Sàum m.a. konu med medgongueitrun (eclampsiu) og komin med flog. Dagurinn ì dag var sìdasti dagurinn hennar Mercedes og vid budum Dr. Lazo og Dr. Hinojosa, kennararnir okkar, ì hàdegismat og fòrum vid à fràbaeran stad sem var fljòtandi ùti à Amazon fljòtinu. Èg er nàttùrulega heltekinn af mataràst og var hamingjusamur ad fà ljùffengan Dorado sem er fiskur sem er mikid bordadur hèr. Vid aetlum ad fara aftur à tennan stad tvì tad voru fleiri rèttir sem vid vildum pròfa. Eftir hàdegismat vildu Mercedes og Berglind fara aftur à Belen markadinn eins og fyrra skiptid hafi ekki verid nòg. Èg fèkk alveg nòg af hràum kjùklingum tà. Vid àkvàdum ad fara lìka ì Belen hverfid sem er hverfi hèr ì Iquitos tar sem hùsin eru à stoplum og 4-6 mànudi à àri vatn allt ì kring. Tar eru lìka hùs sem ì raun fljòta à ànni. À upplysingastodinn var okkur sagt ef vid faerum tangad yrdum vid af vera tòmhent og maettum alls ekki fara tangad eftir kl. 15. Vid fòrum nù reyndar kl. 15:30, med einnota myndavèl og smà pening. Tad turfti adeins ad stappa stàli ì hòpinn àdur en vid fòrum inn ì hverfid og là vid ad vAmazon hofrungur ì Quistocochiid faerum ekki. Sem betur fer lètum vid slag standa tvì tad var fràbaert ad sjà hvernig fòlkid tarna byr og mikil upplifun. Tad kom stràkur upp ad okkur og baudst til ad fara med okkur hverfid og vid gengum med honum og fòrum med bàti ùt ad teim hùsum sem ekki voru à turru landi. Ìbùarnir voru siglandi um à bàtum eda syndandi ì ànni. Èg hefdi nù reyndar ekki fyrir mitt litla lìf farid ì vatnid. Veit ekki hvort sjòrinn ì Lima eda àin sè verri. Tad eru tvì midur engar myndir tadan tvì tad à eftir ad framkalla taer. Hèr mà sjà mynd frà Belen http://www.inca-tours.com/Images/Places/Loreto/002086a.jpg . Maeli med ad fara ì Belen hverfid ì Iquitos! 

Kvoldmaturinn var steiktur kròkòdìll. Nokkud gòdur en kjotid lìkist svìnakjoti og kjùkling. Einhvers stadar tar à milli. Ekki samt jafngott og naggrìsinn sem èg smakkadi sìdast ì Cuzco. Aetla sko ad fà mèr heilgrilladan naggrìs aftur tegar vid forum til Cuzco eftir 2 vikur :op


Ég er moskítómatur :o(

Já tad er rètt èg er moskìtòmatur. Tràtt fyrir ad èg badi mig upp ùr moskìtòrepellant nokkrum sinnum à dag tyki èg algjort lostaeti. Èg er kominn med 5 bit en Berglind ekki neitt. Eins gott ad èg laeri vel um greiningu og medferd à leishmaniu, beinbrunasòtt og malariu tvì èg à orugglega eftir ad fà tetta allt :o/ Maeli med tvì ef fòlk er ad ferdast à stadi tar sem tarf ad verjast flugnabitum ad kaupa sèr repellant med DEET 40% eda meira. DEET (diethyl toluamide) er efnid sem faelir flugurnar frà. Vid vorum med DEET 35% sìdast og tà fèkk èg ekkert bit en nùna nàdum vid ekki ad kaupa repellant àdur en vid fòrum ùt og urdum tvì ad kaupa repellant ì Perù en hèr faest ekkert med DEET yfir 15% sem virkar ekki betur en svo ad èg er ùtbitinn.  Berglind ad hugsa um ad kaupa kjùlla à markadnum

Fòrum à markadinn hèr ì Perù ì dag. Gaman ad sjà en vid Berglind vorum reyndar bùin ad fara àdur og svo hef èg heimsòtt markadi ì Marokkò. Èg verd eiginlega ad vidurkenna ad èg var ekkert spenntur yfir ad hanga tarna. Tarna voru seldar ymsar matvorur og m.a kjùklingar og annad kjot. Mèr finnst kjot sem er geymt, àn tess ad vera pakkad, undir berum himni ì 40º hita og sòl ekki girnilegt tò svo ad sumir slefi orugglega yfir hugmyndinni. Èg veit èg er eitthvad skrytinn en èg kùgadist bara vid lyktina og vildi fara heim. Svo er nù varla haegt ad segja ad markadurinn sè tùristavaenn stadur. Laeknirinn à spìtalanum sagdi ad vid aettum ekki taka nein verdmaeti med okkur og engar toskur eda neitt sem gaeti gefid til kynna ad tad vaeri eitthvad til ad stela.. Gaman samt ad fara og skoda ì stutta stund. Medfylgjandi mynd er af Berglindi ad hugsa um ad kaupa kjúkling sem sést á bordinu fyrir aftan hana. Hún er komin í albúmid ásamt fleiri nyjum myndum.

Hótelflutningar, frumskógarferð, vatnsblöðruárásir og spítalinn í Iquitos.

Pètur med graenan pàfagaukJibbí! Erum búin að skipta um hótel og komin á 5* hótelið hér í Iquitos. Ákváðum sem sagt á laugardaginn að við myndum skipta um hótel en urðum að sofa eina nótt á hinu hótelinu. Við sváfum nú sosum alveg ágætlega en herbergið var hins vegar frekar lítið og baðherbergið fremur ógeðfellt. Fórum svo í morgunmatinn í gær og þá var einhver crappy continental breakfast sem var sem sagt djús og brauð með smjöri og nada mas. Núna erum við hins vegar komin í ágætlega stórt herbergi með útsýni út á aðaltorgið og kirkjan hinum megin við torgið. Hér er mjög fín sundlaug og gott baðherbergi og það er hægt að kalla vatnið heitt og meira að segja kraftur í sturtunni. Ég var reyndar orðinn hættulega vanur dropateljarasturtum eftir veru mína í Perú og ég skrúfaði ósjálfrátt aðeins fyrir til að minnka bununa þegar ég fékk fyrst svona mikinn kraft. Ég var fljótur að sjá að mér og setti vatnið alveg í botn. Nú erum við Berglind ástfangin af þessari sturtu. Hér er líka American breakfast sem hægt er að borða. Hef ekki fengið svona góðan morgunmat frá því ég fór frá Íslandi. Ég tók algjörlega Þjóðverjann á þetta í morgun og át og át og hugsaði með mér að svo þyrfti ég ekkert að borða fyrr en um kvöldið. Gekk ekki alveg eftir en næstum því. Það er reyndar lítið um staði sem við treystum og getum hugsað okkur að borða á. Ég var farinn að búast við 2 vikna svelti hér í Iquitos en ég get alla vega borðað morgunmatinn :o) 

Mercedes kom í gærmorgun og við ákváðum að fara í dagsferð með Raúl sem er leiðsögumaður hér í Iquitos. Við byrjuðum á að fara frá hótelinu okkar með mótorhjóli með áföstum vagni út að Río Napo sem er á sem gengur út í Amazon fljótið en tad turfti sem sagt ad fara med bàti à àfangastadi dagsins. Það er karnival vika í S-Ameríku og hér í Perú tíðkast það að henda vatnsblöðrum eða skvetta vatni á vegfarendur karnival-vikuna og vikurnar þar á undan. Við urðum aðeins vör við þetta í Lima oPètur rennandi eftir vatnsàràsg Berglind varð einu sinni fyrir vatnsblöðru. Íbúar Iquitos eru hins vegar mun metnaðarfyllri taka þetta alvarlegra. Við fengum sko að finna fyrir því þennan daginn. Þegar við vorum að ganga út að bátnum sem við fórum með inn í frumskóginn gengum við framhjá hópi af stelpum og konum sem höfðu verið að skvetta á fólk. Ég bjóst helst við að þær myndu hlífa okkur eða kasta kannski einni vatnsblöðru en mér skjátlaðist hins vegar hrapalega. Ég og Mercedes vorum skotmörkin og þegar við vorum komin í færi dundu á okkur vatnsblöðrurnar og þær komu með fullar fötur af vatni og helltu yfir okkur. Við urðum alveg rennandi blaut. Seinna þennan dag urðum við svo fyrir fjölmörgum árásum líkt og allir í Iquitos. Það er náttúrulega vangefið fyndið að sjá þetta og verða fyrir árás. Maður þarf bara að passa að myndavélar og viðkvæmir hlutir séu í plastpokum ofan í bakpokunum. Svo má víst búast við því að það verði skvett á mann bjór seinna í vikunni. Við lögðum svo af stað með bátnum, ég rennandi blautur, og fyrst var ferðinni heitið að heimsækja og fylgjast med dansiPètur med anaconduna hjá Las Boras ættbálknum sem er reyndar uppruninn frá Kolombíu en fluttist í frumskóginn nálægt Iquitos til að gera út á túrisma. Það var nú ágætt að fara og horfa á dansinn og mér fannst nú alveg í góðu lagi að borga fyrir það. Mig langaði hins vegar ekkert að kaupa armbönd eða stærðarhljóðfæri enda keypti ég svoleiðis síðast þegar við fórum í frumskóginn. Þau sáu að ég var mun ólíklegri til að kaupa nokkuð þannig að aumingja Berglind og Mercedes lentu í því að vera umkringdar og svo var hlaðið á þær armböndum og hálsmenum í von um að þær keyptu e-ð. Fremur leiðinleg sölutaktík. Frá Las Boras var haldið að El Serpentario þar sem við sáum m.a. apa, páfagauka, slöngur og puma. Mér fannst ömurlegt að horfa upp á sum dýrin þarna og var nú ekkert voða ánægður að vera styrkja starfsemi þar sem mér finnst líklegast að móðir pumadýrsins hafi fallið fyrir hendi veiðiþjófa. Mér fannst hins vegar betur búið að slöngunum og fuglunum. Þarna héldum við á stærðarslöngu og páfagaukum. Það var nú gaman að prófa það en ég var fyrstur til að halda á slöngunni og í byrjun vildi hún vera með haPètur med pàfagaukausinn við bakið á mér og mér leið nú ekki vel með það. Svo náði ég að halda henni á sínum stað og leið betur með það. Við vorum bæði, Berglind og ég, ekkert allt of hrifin til að byrja með eins og sjá má á videóunum en svo fannst okkur bara í fínu lagi að halda á slöngunni. Frá slöngunum var haldið að Pila Pantevasi  þar sem eru ræktuð fiðrildi og önnur dýr til sýnis. Staðurinn er rekinn af austurrískri konu og perúskum eiginmanni hennar og fannst mér mun betur búið að dýrunum og starfsemin mun meira professional þar. Við fengum leiðsögumann sem gekk með okkur um staðinn og fór með okkur inn á svæði sem var girt af með netum og þar inni voru fullt af fiðrildum fljúgandi um. Við fengum svo fræðslu um vöxt fiðrildanna og sáum hvernig þau eru ræktuð. Frá fiðrildabúgarðinum var haldið heim á leið og við urðum að sjálfsögðu fyrir nokkrum vatnsblöðrum á leiðinni. Síðan var það sundlaug, út að borða og snemma í bólið. 

Í morgun byrjaði ég svo daginn eins og áður komið fram á vænum morgunmat og síðan var haldið á spítalann hér í Iquitos. Við förum á spítalann í mótorhjólavagni enda eru mótorhjól algengasti ferðamátinn. Það er vegna þess að það er einungis hægt að komast til Iquitos með flugvél eða báti og það er því mjög dýrt að koma bílum hingað. Það er hins vegar ódýrara að flytja mótorhjólin og þar af leiðandi eru allir á mótorhjólum hér. Ég hef t.d. séð fjölskyldur á mótorhjólum, pabba og mömmu með tvö börn, öll á einu hjóli og að sjálfsögðu enginn með hjálm. Spítalinn sem við erum á hér í Iquitos er rekinn af opinberu tryggingarkerfi og er mun fínni en spítalinn í Lima þangað sem ótryggðir fara. Ég held samt að fæstir Íslendingar myndu sætta sig við að liggja þarna. Læknirinn sem ætluðum að vera með var ekki mættur í morgun en þrátt fyrir það tekið vel á móti okkur og virkilega gaman. Eftir spítalann var það sundlaug og afslappelsi og síðan út að borða. Held að Iquitosrútínan verði svona með einhverjum tilbrigðum þó :o) 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband