Útsölur og kókanammi!

Fór í gær í búðir til að ná mér í e-r þægilegar og töff, en þó ekki of, buxur til að vera í á spítalanum. Var búinn að sjá buxur sem mér líkaði í Saga Falabella sem er búð sem hefur hagnast vel á okkur Berglindi hingað til. Við lögðum af stað til að kaupa buxur, stökkva með þvott í þvottahúsið og ætluðum að kíkja í Adidas búðina en vorum búin að mæla okkur mót við Ernesto vin okkar eftir tæpa 2 tíma. Ákváðum að byrja á buxunum en það tók heldur lengri tíma en áætlað var. Það eru sem sagt búnar að vera útsölur og nú er búið að bæta um bætur þ.a. það er 2 fyrir 1 af sumum vörum. Ég vissi þetÁ svepparannsóknarstofunni med kennaranum og samnemendumta ekki og kom bara með einar buxur og einn bol að kassanum. Þetta fannst nú afgreiðslu-manninum ekki nógu gott og sagði að það væri 2 fyrir 1 og skikkaði mig til að fara og finna annan bol og aðrar buxur. Ég fór í ofboði að finna e-ð enda á hraðferð og kom aftur með aðrar buxur og bol en þá var það ekki rétt merki. Ég fór því aftur og kom með tvo auka boli þ.a. ég endaði á að kaupa 3 boli. Ég átti hins vegar erfitt með að finna aðrar buxur sem mér líkaði þ.a. ég endaði á að kaupa 2 stærðir af sömu buxunum. Ég kem alla vega til með að eiga buxur jafnvel þó ég endi í nettum Oprah Winfrey jójó diet :o/ Allt þetta tók svo langan tíma að þvotturinn og Adidas búðin urðu að bíða þangað til í dag. 

Fórum með Ernesto í gærkvöldi að spila pool og rúntuðum um Lima. Komum ekki heim fyrr en á miðnætti og ég sofnaði ekki fyrr en kl. 1 en við þurfum að vakna kl. 6:30. Vorum því frekar þreytt í dag þegar við komum heim eftir annasaman dag í móttöku og kennslu á LeishmaniCoca candyu- og svepparannsóknarstofunum (mynd ad ofan med kennaranum og samnemendum). Vid fengum okkur smá að borða þegar við komum heim kl. 16:30 og ég frekar dasadur ákvað að prófa bara kókanammið mitt sem N.B er 100% náttúrulegt og getur ekki annað en verið gott fyrir mann. Fórum svo í Adidas búðina og með þvottinn. Svo komum við heim og ég sprækur sem lækur fór út að hlaupa með Miss Tina “whats love got to do with it” Turner og fleiri góða félaga frá 8. og 9. áratugnum í eyrunum. Ég held bara að kókanammið virki ágætlega. Hljóp á góðu tempói, finn ekki til minnstu svengdar þrátt fyrir að nú séu komnir 7 tímar frá síðasta matarbita og glaðvakandi en Berglind heima sofandi. Við sjáum til hvernig nóttin verður og hvort ég hafi e-a lyst á morgunmatnum. Kemur í ljós á morgun!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ánægjulegt að heyra hve glatt þú innbyrgðir perúska menningu.

erik (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband