17.2.2007 | 06:21
Frumskógarferð á morgun :o/
Jæja á morgun förum við að Explorama Lodge sem er 80 km niður með Amazon fljótinu frá Iquitos. Verðum þar fram á mánudag en við erum sem sagt að heimsækja heilsugæslu þar sem er rekin af amerískum lækni. Á dagskránni er einnig gönguferðir um frumskóginn og bátsferðir á Amazon og vonandi sjáum við bleika höfrunga. Það er alveg spurning hvort Berglind komi með mér til baka enda finnst henni frumskógurinn algjört æði. Það er nú líka alveg spurning hvort ég komi til baka. Hver veit nema að eftir helgina verði maður kominn í hendur skæruliða og jafnvel farinn að vinna á ópíumakri í Kolombíu eða e-ð þaðan af verra. Ef ekkert hefur heyrst í mér á þriðjudaginn næsta vonast ég eftir leitarflokki á Amazon svæðum Perú og Kolombíu. Vona að það komi ekki til þessa né mamma og pabbi fái senda lausnargjaldskröfu í pósti. 7-9-13!!! Adios amigos!
P.S Hér er tengill á yfirlit yfir helstu hryðjuverka- og skæruliðasamtök S-Ameríku. Á nú skv. þessu að vera nokkuð öruggur. http://www.defenddemocracy.org/research_topics/research_topics_show.htm?doc_id=158400&attrib_id=7449
Athugasemdir
Pétur minn. Mér sýnist ferðin alltaf að verða meir og meir spennandi. Af myndunum að dæma fer vel um ykkur. Og það er greinilega nóg að borða. Kveðja,Mamma.
Þóra Hrönn Njálsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.