Rùtuferdir, Trujillo og Huaraz

Við fórum frá Cajamarca á sunnudagsmorgun með rútu til Trujillo en Berglind og Pétur vid Cumbe Mayo

það tók um 7 tíma með örfáum stoppum á leiðinni, nánast direkt rútuferð. Það var nú alls ekki hægt að kvarta yfir sætunum og var gott fótapláss og fór ágætlega um okkur þrátt fyrir að þetta væri economic class en við þurftum sem sagt að borga 300 kall á mann fyrir þessa rútuferð. Svona er verðlagið hérna í Peru. Ekki nóg með að sætin væru þægileg þá voru líka nokkur sjónvörp um borð og á þessari leið voru fyrirhugaðar tvær sýningar. Fljótlega eftir að við lögðum af stað setti rútuþjónninn uppáhalds DVDið sitt í tækið en þá var maðurinn greinilega hardcore Van Damme aðdáandi og var með the entire Van Damme collectionið. Fyrst var second in command sem var um stríð á Balkanskaganum með tilheyrandi sprengjum og látum en seinni myndin var The Savage (AKA In Hell). Í þeirri mynd leikur Van Damme eiginmann sem lendir í því í upphafi myndar að eiginkonu hans er nauðgað og síðan myrt á hrottalegan hátt. Morðinginn er síðan sýknaður en þá drepur Van Damme morðingjann og lendir fyrir vikið í e-u S-amerísku fangelsi. Myndin gerist síðan aðallega í fangelsinu. Þar lendir vinur Van Damme, ungur maður um 25 ára, í því að vera ítrekað nauðgað og síðan stundar fangelsistjórinn að láta fangana berjast upp á líf og dauða. Þessu var öllu komið vel til skila í myndinni og m.a. sýnt þegar Van Damme stakk augun úr einum fanga og beit annan á háls. Þetta horfði ég á ásamt öðrum farþegum sem voru á aldrinum 2-75 ára.   

Við náðum að gera Trujillo góð skil kvöldið sem við komum og daginn eftir. Við skoðuðum miðbæinn sem þykir hafa yfir sér spænskt yfirbragð og Trujillobúar hreykja sér yfir byggingum í colonial stíl. Þær voru sosum ágætar en margt annað skemmtilegra að sjá. Siðan heimsóttum við HuaBerglind í Chan Chancas del luna sem er forn helgistaður Moche menningarinnar sem bjó á þessu svæði. Þaðan fórum við á dans og hestasýningu en í Trujillo er mikil dans og hestamenning. Sáum perúska paso hestinn og fengum að setjast á og rétt að prófa en paso hesturinn fer á tölti líkt og íslenski hesturinn en það verður að segjast að sá íslenski er mun skemmtilegri. Svo var það ein af höllum Chan Chan en það eru flennistórar rústir af gamalli borg Chimote menningarinnar. Þaðan var haldið til smábæjarins Huanchaco sem er rétt hjá Trujillo og þar löbbuðum við meðfram ströndinni og sáum caballitos sem eru bátar úr n.k. bambus og hafa verið notaðir óbreyttir í þúsundir ára. Svo var haldið upp á hótel og löbbuðum aðeins um miðbæ Trujillo, aðallega eina búð, og loks farið á rútustöðina til að ná næturrútunni til Huaraz. Berglind og Pètur à taki hòtelsins ì Huaraz

Komum til Huaraz fyrir 3 tímum og VÁ!!! fjöllin hérna og landslagið eru svo falleg að það er ekki hægt að lýsa því. Erum líka á þessu fína hóteli og sjáum hluta Cordillera Blanca og Negra úr herberginu okkar. Fengum að tékka okkur inn kl. 7:30, starfsfólkið indælt, morgun-

maturinn frábær, gym á staðnum og svo er útgengt á þakið og þar er útsýnið vangefið. Baðherbergið er líka snyrtilegt ólíkt sturtunni í Trujillo en þar blakti sturtuhengið af sjálfu sér og sturtuhausinn var við það að fara að hreyfast en það var svo mikið af e-m þörungavöxti í sturtunni að það var eins og fiskabúr sem hefði þurft að þrífa fyrir mánuðum. En alla vega ætlum að taka því rólega í dag enda vorum við í rútu frá kl. 21:00 í og komum um 6:30. Síðan er planið að fara í skoðunarferð um Huascaran með rútu á morgun og á fimmtudaginn förum við svo í dagsgönguferð upp að Churup vatninu sem er í 4400 m.y.s.  Búinn að setja inn fleiri myndir m.a af naggrísnum góða! 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ,  Kom frá CPH í dag og það fyrsta sem ég gerði eftir að ég ath. líðan Magnúsar (búin að vera veikur í 10 daga hvar eru allir læknarnir??) þá fór ég að lesa ferðasöguna.  Þetta er ekkert smá flott.  Kveðja, MAMMA.

Þóra Hrönn Njálsdóttir (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 21:24

2 identicon

Hljómar eins og þessi rútuferð hafi flogið áfram. Annars verður maður að fara í gamla stöffið hans van Damme til að fá eitthvað quality.

Erik (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband