Inkatrailið > New York > Ísland

Jæja þá er maður kominn heim fyrir viku og tími til kominn að klára þetta blogg. Ég held bara áfram þaðan sem frá var horfið. Við lögðum eldsnemma af stað daginn eftir síðasta blogg og fórum með rútu að upphafsstað Inkatrailsins. Svo tók við 3 daga skemmtileg ganga um Andesfjöllin, upp og niður, rigning og sól, fallegt landslag og inkarústir. Þetta var æðislega skemmtilegt og mjög þægileg ganga og alls ekki of langar dagleiðir. Við byrjuðum í tæplega 2000 m.y.s. og fórum hæst í 4200 m.y.s. og enduðum í Machu Picchu sem er í u.þ.b. 2400 m.y.s ef ég man rétt. Setti inn nokkrar myndir sem lýsa leiðinni. Þegar við komum til Machu Picchu var rigning og þoka en birti þegar leið á daginn og svo daginn eftir var æðislegt veður en við gistum eina nótt og fórum aftur upp að Machu Picchu.  

Eftir Machu Picchu var haldið til Cuzco og daginn eftir til Lima. Þar tók við heilmikið verk að pakka, vorum með tæplega 100kg af farangri. Síðan kvöddum við vini okkar héldum til NY eftir að hafa eytt tæplega 2 dögum í Lima. Tókum næturflug til NY og lentum bara spræk í skítakulda og síðan tók við 5 daga túristapakki í NY. Það var frábært og gerðum heilmargt. Fórum í sightseeing bus, Empire State, Frelsisstyttuna, þyrluflug, Lion King á Broadway, hittum mömmu og pabba og fórum í Museum of modern art, Metropolitan safnið og Bodies sýninguna. Auk þess var kíkt í búðir, farið á veitingastaði og bari. Siðasta daginn í NY byrjaði síðan að snjóa og 4 tíma seinkun á fluginu heim en það var allt hið besta mál og við komumst heil á höldnu til Íslands þar sem Bára systir, Ingibjörg mamma Berglindar og Siggi og Steinunn systkini Berglindar tóku á móti okkur. Seinna þann dag hittumst við Berglind í Bláfjöllum og síðan hefur maður verið að ganga frá og koma sér að verki við lestur en framundan eru 6 vikur í próflestur. Þá er það Tæland í útskriftarferð og eftir það byrjar kandídatsárið, röntgen í júní. Já svona er planið!


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband