:o) :o( :o) :o( :o) :o( :o)

Jæja, hvar á maður að byrja? Hef ekkert komist á netið síðan á miðvikudaginn og þar af leiðandi engar bloggfærslur fyrr en nú. Ég er alla vega farinn að hugsa eins og ekta bloggari og sé fyrir mér færslur sem fjalla um hitt og þetta. Var t.d. komin með eina þar sem ég var geðveikt ánægður en Berglind og ég fórum ásamt Julio vini okkar að finna íbúð á miðvikudagskvöldið. Leituðum mikið en fæstir (næstum enginn) vilja leigja í aðeins 1 mánuð. En viti menn við fundum eina á 14. hæð í mjög fínu húsi og góðu hverfi, svalir með útsýni yfir sjóinn, tvö svefnherbergi, 2 sjónvörp, 2 baðherbergi, fín stofa, eldhús og fleiri flottheit. Leigan átti að vera 1290$ fyrir mánuðinn. Við vorum búin að leita mikið en ekkert fundið þ.a. ég var nokkuð ánægður en perúsku vinum okkar fannst verðið allt of hátt (tess ma geta ad peruskir kandidatar fa um 10.000 kr i manadarlaun og deildarlaeknar um 60.000 kr.)og við ákváðum því að skoða aðeins í viðbót en mæltum okkur mót við eigandann daginn eftir en ég var alveg ákveðinn í taka þessa. Leituðum mikið þetta kvöld en fundum ekkert. Ég fór að sofa með líka þessa hamingjubloggfærslu í hausnum :o) Flott íbúð, engin kreppa. Kreppustílinn getur verið voða rómantískur og allt það en bara ekki fyrir mig. Allan fimmtudaginn voru Berglind og ég rosa spennt og ánægð. Áttum góðan dag á spítalanum og vorum full tilhlökkunar að komast í íbúðina. En hvað svo? Þegar við komum til að hitta eigandann, mætti konan ekki, skellti á þegar reynt var að hringja í hana og var hætt við að leigja :o(  Þá breyttist hamingjubloggfærslan í óhamingju en ég komst ekkert á netið þannig að engin færsla. Seinna sama dag fundum við aðra íbúð með 2 svefnherbergjum, eldhúsi, baði og stofu. Sem sagt ekkert 3. heims dæmi en ég hefði samt viljað hina :o/ Fluttum inn í íbúðina í gær. Eigendurnir eru ýkt fyndnir og tóku næstum 2 tíma í að afhenda íbúðina. Maðurinn var alltaf að koma með eins og hann sagði sjálfur praktískar upplýsingar þ.e. kenna okkur á sjónvarpið. Konan fór hins vegar með okkur yfir allt sem er í íbúðinni. Taldi hnífapör, púða, stóla, myndir á veggjum og meira að segja skúffurnar í kommóðunni. Syndi okkur ad allt virkadi, kveikti a ollum ljosum og hitadi meira segja vatn i orbylgjuofninum ad sudu :o) Íbúðin er sem sagt ágæt nema sturtan er eins og dropateljari og svo var silfurskotta eða e-r fjandinn í herberginu mínu áður en ég fór að sofa :o/ Þetta fannst mér í gær áður en ég fór að sofa og skrifaði á tölvuna hennar Berglindar. Nú þegar ég er að setja þetta á netið (er sem sagt búinn að vera að gera þessa færslu á tölvuna hennar Berglindar jafnóðum en svo er alltaf e-ð að breytast) verð ég að bæta við að íbúðin er kannski meira 3. heims heldur en ég taldi. Þegar ég kom fram á baðherbergi í morgun var þar 3,5 cm langur kakkalakki sem lá bakinu í andaslitrunum og var hann síðan jarðaður í ruslatunnunni stuttu eftir andlat um 2 mín seinna, danarorsok otekkt. Svo þegar ég kom fram í eldhús var þar e-ð stórt svart skordýr sem líktist mest kakkalakka en er e-d annad. Þetta er alla vega að verða e-r Tímon og Púmba stemning hérna. Æði!  

Spítalinn fer batnandi með hverjum degi. Fórum að hitta Dra. García á fimmtudaginn en hún sér um prógrammið fyrir okkur. Fengum þetta ágæta prógramm sem reyndar gerir ráð fyrir viðveru frá mánudegi-laugardags :o/ Við verðum sem sagt á smitsjúkdómadeildinni, með sérfræðingum á stofu, heimsækjum rannsóknarstofur og einhverjir fyrirlestrar. Fórum í gær á sníkjudýrarannsóknarstofuna. Sáum orma, sull og fleira. Frekar flott. Koma myndir seinna á síðuna hennar Berglindar. Það er líka búið að vera mjög fínt á deildinni, læknarnir fínir og gengur betur og betur að skilja spænskuna. Búin að hitta sjúklinga með HIV, berkla auk annarra minnna þekktra sníkjudýra og baktería. Þrátt fyrir að íbúðin sem við fáum sé ekki í þróunarlandastíl þá er heilbrigðiskerfið það. Hér er það þannig að sjúklingur borgar fyrir hvern dag sem hann er á spítalanum þ.e. fyrir rúmið og matinn. Kostar reyndar bara um 260 kr. en marga munar um það hér. Svo er það þannig að sjúklingurinn borgar sérstaklega fyrir öll lyf, rannsóknir, sprautur og allt tilfallandi. Grunnblóðprufur þ.e. blóðstatus og sölt kostar 1000 kr. Ekki nóg með að sjúklingur þurfi að borga sérstaklega fyrir rannsóknir og lyf þá þurfa ættingjar að fara í apótekið og kaupa lyfin. Mjög sérstakt! 

Eitt af því sem mér finnst fyndið við Perú er öll sjóræningjaútgáfan sem hér fer fram. Ég held að hér fari fram sú allra besta sjóræningjaútgáfa í heiminum :o) Það er lagður mikill metnaður í að eftirlíkingin líkist sem mest þeirri upprunalegu og verðinu haldið í lágmarki. Skemmtilegastar finnast mér bókaeftirlíkingarnar. Það er hægt að fá eftirlíkingar af bókum t.e naestum alveg eins og upprunalega utgafan og svo getur maður líka farið á ljósritunarstofu og látið ljósrita bækur og binda þær inn. Ég fór t.d. með bók sem Berglind á um hitabeltissjúkdóma sem hún keypti á rúmar 3000 kr. og er tæpar 400 blaðsíður en ég lét ljósrita hana og gorma fyrir 400 kr. Fórum samtals með 6 bækur og létum ljósrita. Þetta er mjög algengt hér og eru læknanemarnir mest megnis með ljósritaðar bækur :o)  

En jæja loksins komst þessi færsla á netið med miklum breytingum a leidinni en það má jafnvel búast við meiru á næstu dögum! Vid erum ad fara a e-a jasstonleika med perusku vinum okkar :o) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skil þig Pétur. It´s so hard to go third world...

Erik (IP-tala skráð) 14.1.2007 kl. 19:00

2 identicon

Ég er alveg viss um að þessi ábyrgðarfulla kona sem leigði ykkur íbúðina á frænku hérna á íslandi sem vinnur sem hjúkrunarkona á hofsósi ;)  Njótið dvalarinnar og örbylgjuofnsins góða kv. Bjössi

Bjössi (IP-tala skráð) 14.1.2007 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband