15.1.2007 | 02:49
Kakkalakkar og aðrir félagar!
Þetta er náttúrulega algjört grín með þessi skordýr í íbúðinni. Fórum á jasstónleika í gær með perúsku vinum okkar í gærkvöldi. Þegar við komum heim og fórum inn í eldhús hittum við fyrir kakkalakka sem var að spóka sig á gólfinu. Sök sé með einn og einn kakkalakka á gólfinu en mér ofbauð þegar ég opnaði múslípakkann minn en þar var líka þessi gullfallega margfætla. Hún fékk að vera í friði og fór ásamt múslípakkanum í ruslið. Skrýtið en ég missti algjörlega lystina. Ég mæli með þessu fyrir þá sem vilja missa e-r kíló. Mann langar ekkert að borða eftir svona reynslu. Við ætlum þó að gera aðra tilraun með að nærast og fórum og keyptum fullt af einhvers konar Tupperware boxum þannig að allur matur er geymdur í boxum. Svo er líka búið að kaupa viftu og ræstivörur. Sparnaðurinn við þessa íbúð fer minnkandi. Sparnaðurinn fór reyndar allur í dag. Fórum nefnilega í búðir. Spöruðum hvert fyrir sig tæpar 20.000 kr. á að vera í þessarri íbúð en ekki í dýru íbúðinni. Þessir peningar dugðu svo fyrir 7 bolum, einum stuttbuxum, einum buxum, einni peysu og 2 pörum af skóm :o)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.