Magapest, sídasta helgi og ferdaplan

Jæja búið að vera nóg að gera hjá okkur síðustu daga og enginn tími í bloggið. Eins og fram hefur komið er ég búinn að vera prófa kókabrjóstsykra en hef enn ekki komist að neinni niðurstöðu hvort þeir virka eða ekki. Því miður varð ég að hætta tilraunum vegna “smá” magapestar á fimmtudaginn síðasta. Fór nú samt út að hlaupa en var með pening á mér ef ég þyrfti skyndilega að komast heim í flýti en þess þurfti ekki sem betur fer. Það er hins vegar mjög fyndið en leigubílstjórar hérna eru svo æstir í að reyna að fá útlendinga upp í leigubílana að þeir flauta jafnvel á mig þegar ég er úti að hlaupa og bjóða mér far. Kannski lít ég gjörsamlega út fyrir að þurfa far þegar ég er að hlaupa en held samt ekki. Vona ekki! Fór svo á spítalann á föstudaginn en þegar þangað var komið leið mér hreint ekki vel og fór aftur heim og tók því rólega þann daginn. 

Á laugardaginn fórum við svo til Ticlio sem er e-s konar námabær í 4.818 m.y.s. Við fórum með tveimur læknum af spítalanum og þátttakendum á Gorgas kúrsinum sem er námskeið í hitabeltissjúkdómum fyrir lækna. Það var lagt af stað kl. 7.00 og við keyrðum í gegnum Lima og upp í fjöllin. Við stoppuðum Pueblos nuevosoft á leiðinni og Dr. Ciro Maguiña var leiðsögumaður og var með mjög skemmtilegar sögur og fræðslu um háfjallaveiki og bartonellosis (sjúkdómur sem smitast með flugum) á leiðinni. Vid hofum verid talsvert med Dr. Maguiña og vid eigum eftir ad sakna hans mjog mikid. Ýkt skemmtilegur karakter og mikid fyrir ad kenna. Hann er líka sérlega fródur um Perú og er frá hálöndunum hér í Perú talar Quechua auk spaensku. Quechua er mál sem talad var af frumbyggjum Perú og er ásamt spaensku opinbert tungumál í Perú og tala um 6 milljónir manns Quechua. Í upphafi ferðar var mæld súrefnismettun, púls og spurt um einkenni háfjallaveiki og svo aftur í um 3000 m.y.s. og loks í lokin. Það var mjög gaman að sjá hvernig fólk brást misjafnlega við en það urðu tvær konur frekar veikar og þurftu að fá súrefni. Berglind og ég höfðum það bara nokkuð gott og löbbuðum um þegar upp var komið og gengum meira segja upp að n.k. útsýnispalli og var það eins og að labba upp 5 hæðir. Það verður gaman að sjá hvernig okkur vegnar þegar við förum í gönguferðina upp að Churup vatni sem er í um 5000 m.y.s. og loks Inka trailið en þá er gengið úr 3500 m.y.s og lækkað niður í 2800 m en e-s staðar á leiðinni förum við í 4000 m. Meira um það seinna. Við keyrðum síðan niður aftur en búið var að skipuleggja hádegisverð á leiðinni þar sem við borðuðum Pachamanca sem er dæmigerðu perúskur matur en það er kjöt, maís og kartöflur sem er eldað þannig að kveiktur er eldur ofan í holu og þegar slokknar á honum er maturinn settur þangað ofan í og mokað yfir. Pachamanca þýðir einmitt jörð og matur á índíánamálinu Quechua. Það sprakk nú reyndar dekk á leiðinni til baka þ.a. okkur seinkaði e-ð en það var í góðu lagi. Við erum alltaf jafnheppin Berglind og ég en við erum búin að lenda í tveimur árekstrum í strætó í Lima og nú sprakk dekkið en alltaf sleppum við ómeidd :o) Um kvöldið hittum við svo perúsku vini okkar og fórum út og fengum okkur pisco sour en það var einmitt pisco sour dagurinn. Pisco sour er þjóðardrykkur Perúbúa, romm, sítrónusafi og þeytt eggjahvíta. Við fórum reyndar snemma heim enda þreytt eftir daginn. Hérna koma myndir frá deginum og ef tid ýtid á myndina kemur smá texti med flestum teirra.Dr. Ciro Maguiña og Dr. Friedman

Gámaspítalinn

Eldunarstaedi fyrir Pachamanca

Puente Verrugas

Pachamanca eldstaedid.

Berglind í rútunni á leid upp til TiclioPetur og Berglind í rúmlega 4800 m.y.s í Ticlio

Pétur í 4.818 m.y.s. í Ticlio

Við sváfum fram eftir á sunnudeginum. Alltaf jafnþreytt á í vikulok :o/ Fórum svo að La Punta sem er strönd nyrst í Lima og ágætis útsýni meðfram allri strandlengju Lima. Þaðan fórum við svo í dýragarðinn í Lima. Dýragardinum var skipt upp í trjá adalhluta. sierra, selva og costa eda hálendi, frumskóginn og strondina en Perú er gjarnan skipt í tessi svaedi og eru tau mjog ólík hvad vardar menningu, dýralíf, loftslag o.fl. Trátt fyrir ad ég hafi nú almennt ekki gaman ad sjá dýr í búrum var gaSpillt dýragardsdýrman ad sjá hversu fjolbreytt dýralíf finnst í Perú. Frá dýragardinu var haldid heim og í bólid fyrir midnaetti. Rólegheitardagur!

      Strondin vid La Punta Api í dýragardinum Viguñas       

                                          Fuglager vid La Punta  

Mættum galvösk á spítalann á mánudaginn og það var nú bara gaman líkt og aðra daga. Svo fórum við á ferðaskrifstofuna til hennar Cörlu sem skipulagði fyrir okkur Inka trailið. Þangað vorum við mætt til að fá aðstoð við að panta flug og skipuleggja ferðalagið okkar. Planið næstu vikur er sem sagt eftirfarandi. Næsta laugardag fljúgum við til Iquitos sem er við Amazon ána inni í frumskóginum. Þar verðum við í tæpar tvær vikur á spítala og gistum eins og áður hefur komið fram á hóteli með sundlaug :o) Við förum svo líklega þaðan í ferð inn í frumskóginn eða alla vega bátsferð á Amazon ánni. Ég er nú reyndar orðinn skíthræddur við að fara inn í frumskóginn eftir að hafa lært um alla þessa hitabeltissjúkdóma. Ég ætla alla vega að baða mig upp úr flugnafælukremi og vera í síðerma bolum og síðbuxum á hverjum degi. Við fljúgum svo aftur til Lima 22. feb og sama dag fljúgum við Cajamarca sem er í norðurhluta Perú. Þaðan förum við svo til Trujillo og loks til Huaraz þar sem við förum í dagsgönguferð. Þaðan tökum við svo rútu til Lima 2. mars og 3. mars förum við til Cuzco og leggjum og byrjum Inka trailið 5. mars og er það 4 daga gönguferð. Komum svo aftur til Lima 10. mars og fljúgum til NY 11. mars og heim til Íslands 16. mars. Svona er sem sagt skipulagið í grófum dráttum og verður ferðalaginu lýst eins og hægt er á blogginu.

Ferdaplanid!
P.S Tad er megamaus fyrir mann eins og mig ad setja inn svona margar myndir tannig ad flott sé og meira segja med svona imba notendavaenu formati eins og blog.is Tetta var alla vega algjort maus og tid takid viljann fyrir verkid. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að heyra í þér Pétur minn! Var farin að undrast um þig. Hélt jafnvel að þú værir komin í "koka"verksmiðjurnar að fá brjóstsykursfarm til að flytja heim  Þetta ferðalag ykkar Berglindar verður örugglega frábært. Hlakka til að heyra meira frá því. Góða ferð í frumskóginn og farið gætilega. Knús og kram frá uppáhalds frænku þinni......................... hehhehe.

Sigrún E (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband