Carla á ferdaskrifstofunni, María íbúdaeigandi, berklar og lyfjamál í Perú

Eins og ádur hefur komid fram fórum vid á mánudaginn til hennar Cörlu á ferdaskrifstofunni tar sem vid keyptum Inka trail ferdina og fleira. Vid fórum til hennar til ad ganga frá midakaupum á flugum og rútuferdum tar sem vid gátum ekki gert tad sjálf á netinu. Tad er nú skemmst frá tví ad segja ad hún Carla vill ekkert tala vid mig. Vid vorum búin ad ákveda ad vid myndum fljúga til Iquitos snemma á morgun en svo tegar vid fengum midana var okkur sagt ad taer hefdu ákvedid ad vid myndum fljúga seint um kvöldid tví tad vaeri ódýrara. Tegar vid svo hringdum í Cörlu og vildum breyta midunum jafnvel tó tad vaeri dýrara sagdi hún ad vid yrdum ad borga 200$ breytingagjald. Ég var ekki ánaegdur med tad og sagdi eins og rétt var ad vid hefdum aldrei samtykkt tetta flug og vid hefdum alltaf talad um ad vid myndum fljúga til Iquitos snemma á laugardagsmorgninum. Tá sagdi hún ad vid hefdum aldrei gert tad heldur hefdi verid talad um ad vid myndum fljúga seint um kvöldid og breytti sögunni sinni ad taer hefdu keypt tessa mida út af tví ad teir hefdu verid ódýrari í ad tetta hefdi verid planid allan tímann. Vid höfdum sem betur fer fengid útprentad plan hjá henni tar sem stód eins og vid sögdum ad flugid til Iquitos yrdi um morguninn og ég sagdi henni ad ég vaeri med planid í höndunum. Ég tek tad fram ad ég var mjög kurteis allan tímann en stód samt á mínu. Tegar ég sagdi henni ad ég vaeri med planid kom fát á hana og sagdist ekki skilja mig og vildi tala vid the lady og baetti svo vid María. Svo sagdist hún aetla athuga málid og hringja aftur. Tegar hún hringdi aftur vildi hún tala vid Berglindi. Tá hefur hún séd hvernig planid hafdi verid og breytti svo í tridja skiptid ástaedunni fyrir midakaupunum og sagdi ad Helen á skrifstofunni hefdi gert mistök og ferdaskrifstofan taeki á sig 50% af breytingargjaldinu. Okkur var alveg sama um tad tví vid turftum ekki ad borga mismuninn á midunum tannig ad í raun eru teir ódýrari. Alla vega, sídan tetta gerdist höfum vid turft ad tala vid hana nokkrum sinnum og ég má varla segja “hello” og tá segist hún ekki skilja hvad ég segi og heimtar ad tala vid Berglindi. Sem sagt nidurstadan med tessari löngu sögu er ad Carla á ferdaskrifstofunni hatar mig :o/

María íbúdareigandi kom í gaer til ad láta okkur fá 500$ trygginguna sem vid borgudum og til ad sjá ad allt vaeri í lagi. Vid bjuggumst vid ad líkt og tegar vid fengum íbúdina ad allt yrdi talid og örbylgjuofninn prófadur. Hún breytti hins vegar um stíl og sagdist treysta ad allt vaeri í lagi en settist hins vegar nidur med okkur og raeddi um Perú og allt mögulegt í rúman klukkutíma og bad okkur ad fara varlega. Hún er sko ekkert ad drífa sig konan.

Jaeja í dag er sídasti dagurinn hérna í Lima og vid hlökkum til ad fara til Iquitos og aetlum ad sitja vid sundlaugarbakkan á hótelinu um helgina. Nú sit ég vid tölvuna og var ad koma úr vidtali vid HIV sjúkling sem kom inn med turran hósta, sögu um hita og tyngdartap. Sem sagt er líklegast kominn med berkla. Tarna var hann kominn hóstandi inn í lítid herbergi tar sem voru 11 manns og ég tók upp maskann minn og var svona tvístígandi yfir tví hvort ég aetti ad setja hann upp eda ekki tar sem enginn annar setti upp maska. Svo horfdi ég yfir herbergid til Berglindar og sá e-n hraedslu angistarsvip yfir ad nú fengi hún berkla. Ég beid í nokkrar mín en tegar madurinn byrjadi ad hósta ákvad ég bara ad vera “uncool” og setti upp maskann. Vona ad ég hafi ekki fengid berkla á tessum mínútum tegar ég var án maskans. Var svo bara ánaegdur yfir ad hafa sett hann upp tegar laeknirinn sagdi ad madur aetti alltaf ad nota maskann og tessi sjúklingur vaeri mjög líklega med smitandi berkla.

Verd ad baeta einu vid í lokin á tessari löngu faerslu. Tad stendur til ad hafa tetta styttra. Verd bara ad baeta vid tví ég vard svo hissa en alltaf tegar verid er ad gefa lyfsedil fyrir einhverju lyfi hérna og tá sérstaklega sýklalyfjum segja laeknarnir alltaf sjúklingum ad byrja á ad taka frumlyfid en eftir nokkra daga geti teir ef teir vilja farid út í ódýrari samheitalyfin. Ég var svo hissa á tessu og spurdi um ástaeduna og tá er eftirlitid svo lélegt med lyfjaframleidslu hér ad samheitalyfin eru oft mun verri ad gaedum. Gott ad taka sýklalyf sem er kannski bara einhver sykurpilla!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jesús á ég ađ skalla ţessa Cörlu fyrir ţig? Hvernig er hćgt ađ líka ekki viđ Petlerinn? Hún hlýtur ađ vera persónuleikaröskuđ ţessi gella...... 

Allý (IP-tala skráđ) 10.2.2007 kl. 15:45

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband