Iquitos!

Tá erum vid farin frá Lima og komin til Iquitos. Fórum út ad borda í gaer med Polu deildarlaekni á spítalanum, Mercedes laeknanema frá USA og Julio perúska vini okkar. Fórum á e-n fansí argentískan buffet stad og átum á okkur gat og eftir tad var haldid á barinn tar sem skálad var í kampavíni fyrir dvölinni í Lima. Vorum svo komin heim um 2:45, klárudum ad pakka og héldum út á flugvöll kl. 3:30 en flugid var kl.  6:00. Tetta er ordin hefd hjá okkur Berglindi ad sofa ekkert fyrir svona morgunflug í Perú. Svona gerdum vid tetta tvisvar sinnum í sídustu ferd okkar til Perú. Maeli ekkert sérstaklega med tessu en tad var alla vega svaka stud í gaer.

 

Lentum í Iquitos eftir fínt flug. Hér var hitinn um 35° C og vard heitara eftir tví sem leid á daginn. Maettum upp á hótel ýkt spennt yfir ad sjá öll fínheitin og sundlaugina sem vid höfdum verid ad skoda á vefsídunni http://www.hoteldoradoiquitos.com/ . Töldum tetta fínt 3 stjörnu hótel midad vid vefsíduna. Verdur ad vidurkennast ad tad vard smá anticlimax tegar vid svo maettum. Ekki alveg eins og vid áttum von á. Ég skil ekki alveg med tessar stjörnur. Eru mismunandi vidmid eftir stödum og hér tá kannski t.d. midad vid strákofa í frumskóginum med holu fyrir utan til ad skíta í sem eina stjörnu. Ég veit ekki! Ekki misskilja. Tetta er sosum alveg í lagi og sundlaugin ok en herbergid er um 10 fermetrar med loftkaelingu sem er jafnhávaer og vélarúm í togara og ég veit ekki hvort tad á ad vera heitt vatn eda ekki en ég fór alla vega í kalda sturtu ádan. Vid höfdum ekki orku til ad paela í tessu tegar vid maettum en tegar vid vorum sest vid sundlaugarbakkann eftir 3 tíma svefn ákvádum vid ad kíkja á systurhótelid sem er 5 stjörnu og sagt vera mjög fínt og vid töldum tad frekar vid okkar haefi :o) Tad reyndist alveg rétt. Miklu frekar okkar stíll. Herbergid mun staerra, snyrtilegra, betra badherbergi og sundlaugin mjög flott og morgunmaturinn betur út látinn. Vid ákvádum ad vid vildum skipta enda daudtreytt á einhverri kreppu eftir ad hafa búid med einhverjum sterakakkalökkum í mánud. Skiptum um hótel á morgun :o) Ég vona ad internetid tar sé öflugra en hér en ég er farinn ad halda ad internetid á tessu hóteli sé handknúid tetta er svo haegt.

Dagurinn í dag fór sem sagt í ferdalagid til Iquitos. Svo höfum vid setid vid sundlaugina, ákvádum ad skipta um hótel og loks fórum vid í stuttan göngutúr. Tad er reyndar vangefid fyrirtaeki ad fara út fyrir hússins dyr hér í Iquitos. Tad tarf ad bera á sig sólarvörn, moskítorepellant og svo tarf madur helst ad vera í síderma bolum og sídbuxum. Hér er malaría náttúrulega landlaeg en vid höfum minnstar áhyggjur af henni enda tökum vid fyrirbyggjandi lyf vid tví. Ég hef mun meiri áhyggjur af beinbrunasótt ( http://en.wikipedia.org/wiki/Dengue_fever ) eda leishmaniu ( http://en.wikipedia.org/wiki/Leishmania ). Tegar madur kemur svo út er madur alveg ad stikna úr hita. Tad er hins alveg tess virdi og virkilega fallegt ad horfa út á Amazon fljótid og á frumskóginn sem naer eins langt og augad eygir. Tad er líka áhugavert ad ganga um borgina en tad er greinilegt ad hér er madur kominn á stad sem telst til 3. heimsins. Tess má medal annars geta ad Perúbúar  líta á Perú sem tróunarland og tá sérstaklega stadir utan Lima. Hér er mikil fátaekt og vid fljótid er búid í trjáhúsum med strátökum og án rennandi vatns. Umferdin er svo audvitad sérkapítuli út af fyrir sig. Hér eru fáir bílar en tess í stad eru mikid um mótorhjól og mótorhjól med vagni med saeti fyrir tvo fyrir aftan. Set inn myndir og videó seinna. 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband