Hótelflutningar, frumskógarferð, vatnsblöðruárásir og spítalinn í Iquitos.

Pètur med graenan pàfagaukJibbí! Erum búin að skipta um hótel og komin á 5* hótelið hér í Iquitos. Ákváðum sem sagt á laugardaginn að við myndum skipta um hótel en urðum að sofa eina nótt á hinu hótelinu. Við sváfum nú sosum alveg ágætlega en herbergið var hins vegar frekar lítið og baðherbergið fremur ógeðfellt. Fórum svo í morgunmatinn í gær og þá var einhver crappy continental breakfast sem var sem sagt djús og brauð með smjöri og nada mas. Núna erum við hins vegar komin í ágætlega stórt herbergi með útsýni út á aðaltorgið og kirkjan hinum megin við torgið. Hér er mjög fín sundlaug og gott baðherbergi og það er hægt að kalla vatnið heitt og meira að segja kraftur í sturtunni. Ég var reyndar orðinn hættulega vanur dropateljarasturtum eftir veru mína í Perú og ég skrúfaði ósjálfrátt aðeins fyrir til að minnka bununa þegar ég fékk fyrst svona mikinn kraft. Ég var fljótur að sjá að mér og setti vatnið alveg í botn. Nú erum við Berglind ástfangin af þessari sturtu. Hér er líka American breakfast sem hægt er að borða. Hef ekki fengið svona góðan morgunmat frá því ég fór frá Íslandi. Ég tók algjörlega Þjóðverjann á þetta í morgun og át og át og hugsaði með mér að svo þyrfti ég ekkert að borða fyrr en um kvöldið. Gekk ekki alveg eftir en næstum því. Það er reyndar lítið um staði sem við treystum og getum hugsað okkur að borða á. Ég var farinn að búast við 2 vikna svelti hér í Iquitos en ég get alla vega borðað morgunmatinn :o) 

Mercedes kom í gærmorgun og við ákváðum að fara í dagsferð með Raúl sem er leiðsögumaður hér í Iquitos. Við byrjuðum á að fara frá hótelinu okkar með mótorhjóli með áföstum vagni út að Río Napo sem er á sem gengur út í Amazon fljótið en tad turfti sem sagt ad fara med bàti à àfangastadi dagsins. Það er karnival vika í S-Ameríku og hér í Perú tíðkast það að henda vatnsblöðrum eða skvetta vatni á vegfarendur karnival-vikuna og vikurnar þar á undan. Við urðum aðeins vör við þetta í Lima oPètur rennandi eftir vatnsàràsg Berglind varð einu sinni fyrir vatnsblöðru. Íbúar Iquitos eru hins vegar mun metnaðarfyllri taka þetta alvarlegra. Við fengum sko að finna fyrir því þennan daginn. Þegar við vorum að ganga út að bátnum sem við fórum með inn í frumskóginn gengum við framhjá hópi af stelpum og konum sem höfðu verið að skvetta á fólk. Ég bjóst helst við að þær myndu hlífa okkur eða kasta kannski einni vatnsblöðru en mér skjátlaðist hins vegar hrapalega. Ég og Mercedes vorum skotmörkin og þegar við vorum komin í færi dundu á okkur vatnsblöðrurnar og þær komu með fullar fötur af vatni og helltu yfir okkur. Við urðum alveg rennandi blaut. Seinna þennan dag urðum við svo fyrir fjölmörgum árásum líkt og allir í Iquitos. Það er náttúrulega vangefið fyndið að sjá þetta og verða fyrir árás. Maður þarf bara að passa að myndavélar og viðkvæmir hlutir séu í plastpokum ofan í bakpokunum. Svo má víst búast við því að það verði skvett á mann bjór seinna í vikunni. Við lögðum svo af stað með bátnum, ég rennandi blautur, og fyrst var ferðinni heitið að heimsækja og fylgjast med dansiPètur med anaconduna hjá Las Boras ættbálknum sem er reyndar uppruninn frá Kolombíu en fluttist í frumskóginn nálægt Iquitos til að gera út á túrisma. Það var nú ágætt að fara og horfa á dansinn og mér fannst nú alveg í góðu lagi að borga fyrir það. Mig langaði hins vegar ekkert að kaupa armbönd eða stærðarhljóðfæri enda keypti ég svoleiðis síðast þegar við fórum í frumskóginn. Þau sáu að ég var mun ólíklegri til að kaupa nokkuð þannig að aumingja Berglind og Mercedes lentu í því að vera umkringdar og svo var hlaðið á þær armböndum og hálsmenum í von um að þær keyptu e-ð. Fremur leiðinleg sölutaktík. Frá Las Boras var haldið að El Serpentario þar sem við sáum m.a. apa, páfagauka, slöngur og puma. Mér fannst ömurlegt að horfa upp á sum dýrin þarna og var nú ekkert voða ánægður að vera styrkja starfsemi þar sem mér finnst líklegast að móðir pumadýrsins hafi fallið fyrir hendi veiðiþjófa. Mér fannst hins vegar betur búið að slöngunum og fuglunum. Þarna héldum við á stærðarslöngu og páfagaukum. Það var nú gaman að prófa það en ég var fyrstur til að halda á slöngunni og í byrjun vildi hún vera með haPètur med pàfagaukausinn við bakið á mér og mér leið nú ekki vel með það. Svo náði ég að halda henni á sínum stað og leið betur með það. Við vorum bæði, Berglind og ég, ekkert allt of hrifin til að byrja með eins og sjá má á videóunum en svo fannst okkur bara í fínu lagi að halda á slöngunni. Frá slöngunum var haldið að Pila Pantevasi  þar sem eru ræktuð fiðrildi og önnur dýr til sýnis. Staðurinn er rekinn af austurrískri konu og perúskum eiginmanni hennar og fannst mér mun betur búið að dýrunum og starfsemin mun meira professional þar. Við fengum leiðsögumann sem gekk með okkur um staðinn og fór með okkur inn á svæði sem var girt af með netum og þar inni voru fullt af fiðrildum fljúgandi um. Við fengum svo fræðslu um vöxt fiðrildanna og sáum hvernig þau eru ræktuð. Frá fiðrildabúgarðinum var haldið heim á leið og við urðum að sjálfsögðu fyrir nokkrum vatnsblöðrum á leiðinni. Síðan var það sundlaug, út að borða og snemma í bólið. 

Í morgun byrjaði ég svo daginn eins og áður komið fram á vænum morgunmat og síðan var haldið á spítalann hér í Iquitos. Við förum á spítalann í mótorhjólavagni enda eru mótorhjól algengasti ferðamátinn. Það er vegna þess að það er einungis hægt að komast til Iquitos með flugvél eða báti og það er því mjög dýrt að koma bílum hingað. Það er hins vegar ódýrara að flytja mótorhjólin og þar af leiðandi eru allir á mótorhjólum hér. Ég hef t.d. séð fjölskyldur á mótorhjólum, pabba og mömmu með tvö börn, öll á einu hjóli og að sjálfsögðu enginn með hjálm. Spítalinn sem við erum á hér í Iquitos er rekinn af opinberu tryggingarkerfi og er mun fínni en spítalinn í Lima þangað sem ótryggðir fara. Ég held samt að fæstir Íslendingar myndu sætta sig við að liggja þarna. Læknirinn sem ætluðum að vera með var ekki mættur í morgun en þrátt fyrir það tekið vel á móti okkur og virkilega gaman. Eftir spítalann var það sundlaug og afslappelsi og síðan út að borða. Held að Iquitosrútínan verði svona með einhverjum tilbrigðum þó :o) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Voðalega ertu með stóra slöngu Pétur!

Erik (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband