25.1.2007 | 19:44
Árekstur!!!
Loksins kom að því! Við lentum í fyrsta skipti í árekstri í Lima. Mesta furða að við skyldum ekki hafa lent í árekstri áður. Við vorum á leið heim af spítalanum. Nýbúin að fylgja Mercedes, sem er nýr læknanemi á spítalanum, í strætó og lýstum því yfir við hana að strætóar væru með öruggari og skemmtilegri ferðamátum í Lima. Svo vorum við komin í strætóinn okkar og vorum á leið niður Avenida Arequipa. Sátum í sitt hvoru einstaklingssætinu sem voru líka með þessu fína bláa vínyl áklæði, sérlega skemmtilegt í 30° hita og raka, þegar allt í einu að strætóinn snarhemlar og hver einasti farþegi kastast fram og þeir sem stóðu lágu nánast á gólfinu. Konan sem sat fyrir aftan mig kastaðist á sætið mitt sem var afar eftirgefanlegt og beyglaðist bakið fram en ég kastaðist síðan á sætið hennar Berglindar sem var ekki einu sinni fast við gólfið og munaði litlu að Berglind kastaðist út úr strætóinum. Strætóinn hafði sem sagt keyrt aftan á leigubíl og var strætóinum því lagt og bílstjórinn fór út að rífast við leigubílstjórann. Þá tók ég mig til í æstifréttamennskunni og tók videó af brotna sætinu hennar Berglindar. Það skal tekið fram að þetta var akút videó, tekid à hlid, algjörlega óæft, engin sminka og ekki einu sinni tími til að laga hárið. Svona lít ég út sveittur og þreyttur eftir dag á spítalanum í Lima :o( Videóið var tekið í flýti og mynd af bílstjórunum tveimur að rífast og síðan kvöddum við hina farþegana og tókum næsta strætó glöð í bragði. Allt var þetta hin besta skemmtun enda sakaði engann :o)
Eins og áður hefur komið fram kom ég að litlum kakkalakka gæða sér á kexinu hennar Berglindar í matarboxinu í gær. Í sama boxi var vel lokaður poki með Kellogs kornflexi og öruggt að kakkalakkin hefur ekkert komist í það. Ég get hins vega ekki losnað við myndina af kakkalakkanum úr huganum þ.a. Kellogs kornflex hefur verið tekið af matarlistanum. Það fækkar nú reyndar dag frá degi á þessum lista þ.a. ég býst nú ekki við að fitna hér í Perú. Tala nú ekki um ef ég fengi einhverja svæsna niðurgangspest og myndi jafnvel bara léttast. En alla vega, hættur í kornflexi en ætlaði síðan að reyna Special K sem mér finnst alveg ljúffengt heima á Íslandi. Hér í Perú er hins vega e-ð special Special K og er ekkert eins og heima. Mér finnst Special K sem er dálítið special hér í Perú ekkert voða gott :o(Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.1.2007 | 04:12
"Lima sightseeing", thvottur, riffilskot og enn af kakkalokkum
Berglind og ég tókum því rólega síðasta laugardagskvöld og fórum snemma í bólið og sváfum fram eftir. Vorum bara nokkuð þreytt eftir síðustu viku. Við vorum búin að ákveða að sunnudagurinn færi í að skoða Lima sem reyndar verður nú að segjast að er ekkert rosalega spennandi borg. Lima er alla vega ekki ástæðan fyrir að fara til Perú. En jæja við lögðum af stað á hádegi og byrjuðum daginn á að fara upp á San Cristóbal sem er ein af hæðunum/fjöllunum í Lima og góður útsýnisstaður. Það var vel heiðskírt og gott útsýni og reyndar var þetta heitasti dagur það sem af er sumrinu hér í Perú. Þegar maður er kominn þangað upp sést hversu gríðarstór Lima er en borgin er líklegast 40 km enda í enda og þar búa 8 milljónir manns. Berglind skrifaði á bloggið sitt góða lýsingu á Lima sem er fengin úr Lonely Planet. Eftir San Cristóbal fórum við síðan í miðbæ Lima og fengum okkur hádegismat en ég er farinn að storka örlögunum sífellt meir en sloppið við niður- og uppgang hingað til. Er reyndar dálítið smeykur eftir hádegismat dagsins í dag sem var steiktur kjúklingur á einhverri lókal búllu rétt hjá spítalanum :o/ Við röltum síðan um miðbæinn, tókum myndir, spjölluðum við fólk og fórum inn í dómkirkjuna. Ég var reyndar svo heppinn að þegar við vorum að ganga meðfram húsum í kringum aðaltorgið tók ein dúfan sig til og skeit og hitti beint á hvirfilinn á mér, lögreglumönnunum og Berglindi til mikillar skemmtunar. Ein löggan gaf mér hins vega pappír til að þurrka á mér hárið og svo setti ég örugglega hálfan brúsa af spritti í hausinn. Þegar ég kom svo heim um kvöldið las ég að histoplasmosis sveppurinn er gjarnan í dúfnaskít þ.a ég fæ kannski sveppalungnabólgu eftir 10-14 daga :o/
Því miður er ekki þvottavél í okkar ágætu íbúð þ.a. við höfum verið að leita að þvottahúsi þar sem hægt er að þvo sjálfur en ekkert fundið. Við fundum þó loks þvottahús sem við héldum að væri autoservicio. Fórum þangað í gær með handklæði, spítalaföt, sokka og nærbuxur. Ég hélt að við myndum þvo sjálf þannig að ég var alls ekki undir það búinn að e-r ókunnug kona væri að handfjatla nærbuxurnar mínar. Það er bara fyrir mig eða mömmu. Ekki það að nærbuxurnar mínar séu e-ð ógeðslegar, Calvin og H&M, eða lykti sérlega illa þá verð ég að viðurkenna að nærbuxur og sokkar sem ég hef notaði í tæplega 30° hita og 80% raka ilma ekki eins og vor í svissnesku ölpunum. Ég tók þó á honum stóra mínum og lét naríurnar og restina af þvottinum af hendi. Við borgum 80 kr. fyrir hvert kíló af þvotti. Þvegið, þurrkað og brotið saman. Við fórum svo áðan og sóttum þvottinn. Ekkert týnt en ég hef konurnar í þvottahúsinu sterklega grunaðar um að nota þá allra hröðustu stillingu sem til er á þvottavélum og vatnið örugglega ekki heitara en 20° C. Hvíti þvotturinn var alla vega langt frá því að vera skjannahvítur. Við lifum þetta þó af!
Þegar ég fór í gær með þvottinn fór ég með hann í annarri ferðatöskunni sem Pabbi og Mamma lánuðu mér. Ég fór þá e-ð að skoða í litlu hólfunum á töskunni og haldið ekki að ég hafi fundið .44 kalíbera riffilskot í einum vasanum. Búinn að ferðast með þetta frá Íslandi, gegnum JFK og til Perú. Ég veit ekki hvort Pabbi hafi frekar viljað að ég færi frekar til Guantanamo til að klæðast appelsínugulum búningi, læra arabísku og um Jihad en ég þakka Guði fyrir að hafa ekki lent í vandræðum í tollinum á JFK og þetta skot verður skilið eftir hér í Perú.
Enn af kakkalökkum. Verð bara að segja að ég dáist að þessum dýrum. Skildum eitt matarboxið eftir hálfopið í 30 mín og þá var einn lítill kakkalakki kominn þar að gæða sér á kexinu hennar Berglindar. Ég ákvað nú að segja Berglindi frá þessu og kexið fór í ruslið :o)
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 04:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.1.2007 | 15:40
Myndband frá thjóddansasýningunni!
Er ad laera á tetta en á e-d erfitt med ad setja inn videó og svo koma ekki allar myndir upp tegar madur smellir á myndaalbúm heldur verdur tá líka ad smella á Perú-albúmid. Hérna kemur videó frá thjóddansasýningunni. Vona ad tetta virki!
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eftir að ég var búinn að setja inn síðustu bloggfærslu dreif ég mig heim og gerði mig kláran því við áttum von á perúsku vinum okkar í íbúðina og þau ætluðu með okkur út í tilefni afmælisins. Það átti að koma á óvart hvert skyldi farið en mér stóð nú ekki á sama þar sem ég er ekki mikið fyrir óvæntar uppákomur þar sem ég er miðpunkturinn. Það fór hins vegar allt á besta veg. Við fórum á stað sem heitir Las Brisas de Titicaca þar sem sýndir eru perúskir þjóðdansar og spiluð perúsk músík. Þetta var alveg bráðskemmtilegt og mikið af flottum atriðum. Þessi staður er vinsæll á meðal Limabúa og það er sérstaklega vinsælt að fara með afmælisbörn á sýningu. Afmælisbörnin eru svo kölluð upp á svið í miðri sýningu og taka einn dans með dönsurunm. Ég var kallaður upp: Pietúr from Islandia og tók einn dans og Berglind fylgdi með :o) Svo kom í ljós að það voru 2 íslenskar stelpur, Ragnheiður og Ösp, á sýningunni sem eru skiptinemar í Perú og Argentínu. Það eru náttúrulega Íslendingar alls staðar. Setti inn myndir og stutt videó.
Í gær var ég svo vakinn (átti að vera vaknaður) með símhringingu frá Íslandi en þá var það Bára systir með þær fréttir að hún hefði náð prófunum, 1. önn í lögfræði í HÍ, um jólin þannig að dagurinn byrjaði mjög skemmtilega og ég er vibba ánægður með litlu systur :o) Í gærkvöldi fóru Berglind og ég svo á El Señorio de Sulco sem er einn af fínni veitingastöðum Lima sem sérhæfir sig í perúskum sjávarréttum. Þetta var síðbúinn afmæliskvöldverður og við kvöddum staðinn södd og sæl en fremur skömmustuleg því við kunnum ekkert á þjórfé og vorum í raun ekki viss hvort það hefði verið innifalið í reikningnum eða ekki en þorðum ekki öðru en að skilja eftir vænlegt þjórfé.
Spítalinn verdur áhugaverdari med hverjum deginum. Vid sjáum fullt af sjúkdómum sem vid sjáum ekki heima en auk tess sjáum vid hvad vid hofum tad gott á Íslandi. Íslendingar eru mjog heppnir. Fátaektin er rosaleg hér í Perú og mikid um HIV, alnaemi og berkla og adra sjúkdóma. Adstadan á spítalanum er einnig allt onnur en vid eigum ad venjast heima og hvet ég fólk ad kíkja á myndasíduna hennar Berglindar og skoda myndir frá spítalanum. Vid erum búin ad vera í móttoku med sérfraedingum nú í vikunni en tá eru oft 2 laeknar ad taka á móti sjúklingum í somu stofunni sem er jafnstór eda minni en stofa hjá heimilislaekni heima. Vid vorum t.d. í vikunni í móttoku og tá voru á sama tíma tegar mest var 19 manns inni á stofunni, 1 sérfraedingur, 3 deildarlaeknar, 8 nemar, 3 hjúkrunarfraedingar, 2 sjúklingar og 2 adstandendur og tá er oft verid ad raeda vidkvaem mál :o/
Fyndið hvað maður er fljótur að venjast nýjum aðstæðum. Sem dæmi má nefna að mér fannst fremur svalt í veðri í dag en það var rúmlega 25° C. Mér finnst heldur ekkert athugavert við það að geyma allan mat í Tupperware boxum til að koma í veg fyrir að það séu skordýr í matnum mínum. Ég kippti mér heldur ekkert upp við það þó svo það væri einn lítill kakkalakki í sturtunni á sama tíma og ég. Við bara fórum í sturtu saman. Mér finnst 5 mínútna sturta líka vera orðin löng sturta og eiginlega bara algjör lúxus. Svona breytist maður og mætti áfram telja.Ferðalög | Breytt s.d. kl. 01:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.1.2007 | 01:16
Afmaeli, kongulaer, snákar og sporddrekar!
Jæja þá er maður orðinn 26 ára og Berglind fær að njóta tveggja mánaða þar sem við erum jafngömul. Ég held hreinlega að henni finnist þetta vera 2 skemmtilegustu mánuðir ársins. En svo verður hún hins vegar 27 ára! Takk allir fyrir afmæliskveðjurnar.
Byrjuðum daginn á því að vera í móttöku fyrir sjúklinga sem höfðu verið bitnir af Loxoceles kóngulóm en í kjölfar þess kemur drep í húðina yfir bitstað og myndast mikið sár. Við sáum sjúklinga með svona sár á mismunandi stigum en hér í Perú er strásykur notaður til að græða og koma í veg fyrir bakterívöxt í sárunum. Sárin eru sem sagt þvegin reglulega og svo stráir maður sykri yfir sárið. Berglind og ég ætlum að kynna okkur þetta betur en hver veit að kannski fari maður að strá sykri í sár. Fengum svo fyrirlestur í dag um snáka-, köngulóar- og sporðdrekabit sem líklegast kemur okkur ekki mikið að gagni heima á Íslandi en hver veit nema maður eigi e-n tímann eftir að eiga við svona hluti. Við lærðum m.a. að eitraðir snákar eru, ólíkt snákum sem ekki eru eitraðir, með elypsulaga augu, þríhyrnings- eða hjartalaga höfuð séð að ofan, loftgöt framan við augu og stuttan aftasta hluta halans þ.e. n.k skott. Þannig veit maður hvort maður hefur verið bitinn af eitruðum snák eða ekki og hvort maður getur átt von ólýsanlegum kvölum, dreifðum blæðingum eða einkennum frá taugakerfi! Fórum einnig á malaríurannsóknarstofuna og lærðum að greina malaríu á smásjársýnum og fórum að okkur fannst mjög ítarlega í gegnum fullt af sýnum með malaríu, kannski full ítarlega. Við erum alla vega e-ð farin að læra um frumskógarlækningar :o)Ferðalög | Breytt s.d. kl. 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.1.2007 | 03:28
Berglind hlaupadrottning og afmaelishátíd Lima!
Staersta frétt dagsins er ad mér tókst ad fá Berglindi, a.k.a Marta Ernsdóttir, út ad hlaupa. Hlupum 5 km á taegilegu tempói og stódum okkur bara ágaetlega. Hún segist ekki hafa hlaupid svona langt frá tví í gagnfraediskóla en ég á nú bágt med ad trúa tví eftir frammistodu dagsins. Svo var hún líka mjog dugleg ad teygja eftir hlaupid.
Berglind var mjog dugleg í upplýsingasofnun í gaer og eftir ad hafa farid út ad ganga og talad vid annan hvern Limabúa kom hún heim med taer frettir ad tad vaeri eitthvert festival í midbae Lima. Vid ákvádum tví ad kíkja tangad eftir hlaupin og viti menn, tad var líka tetta rosa festival í baenum. Tad var víst verid ad halda upp á afmaeli Lima en ég veit nú reyndar ekki hversu gomul borgin er. Tad var fullt af fólki í baenum og heljarins oryggisgaesla. Herinn, logreglan og slokkvilidid á svaedinu. Vorum svo snidug ad bidja 3 slokkvilidsmenn um ad fá ad taka mynd og hlaut einn teirra koss ad launum frá Berglindi. Gott ad hafa svona saeta stelpu fyrir ferdafélaga sem getur vélad menn í hitt og tetta.
Vid erum annars ordin frekar treytt og aetlum ad reyna ad ná ad fara snemma ad sofa sem ég held reyndar ad takist ekki í kvold sem og fyrri kvold. Vid erum búin ad segja á hverju kvoldi í 5 daga ad daginn eftir forum vid snemma ad sofa en ekkert ordid af tví. Alltaf nóg um ad vera sem betur fer :o)
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.1.2007 | 02:57
Myndir!
Er ad laera á bloggid og meira segja búinn ad setja inn myndir til skýringar vid fyrri faerslur. Félagi minn kakkalakkinn sem dó á badherbergisgólfinu, trodfullur straetó af staerstu gerdinni og loks ein mynd sem tekin út um gluggann á straetó. Annars bendi ég á myndasíduna Berglindar en tar koma allar myndir.
Berglind bloggadi ad ég faeri út ad hlaupa og hún fussar yfir tví og segist ekki gera svoleidis. Tad er hins vega bara mjog fínt ad skokka hérna í Lima í gódum hita og sól :o) Ég aetla bara ad halda tví áfram. Ég er líka ad reyna fá hana med mér en hún thráast vid. Ég benti henni reyndar á ad vid vaerum ad fara í 4 daga gonguferd frá Cusco til Machu Picchu og svo erum vid ad hugsa um ad fara í dagsgonguferd í Huaraz tar á undan. Bádar tessar gongur eru í talsvert mikilli haed, 3000-5000 m.y.s og orugglega betra ad vera í smá formi fyrir tetta. Hún aetlar ad hugsa málid og kemur kannski med mér sosum einn og einn dag. Annars er allt gott ad frétta. Sól og gott vedur og komin rútína á lífid hjá okkur.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.1.2007 | 03:03
Verkfall, straetóar, leigubílar og sólgleraugu.
Logdum af stad a spítalann í morgun en skildum ekkert í tví hvad voru fáir straetóar. Bidum og bidum og nádum loks einum sem átti ad fara ad spítalanum. Vorum samtals 40 fartegar í straetó med saeti fyrir 20. Ekki óalgengt á háannatíma í Lima. Vid komumst svo ad tvi tegar vid vorum komin inn í mitt af fátaekustu hverfum Lima ad straetóinn faeri ekki lengra tar sem tad vaeri eins dags verkfall hjá straetóbílstjórum og tad vaeri ástaedan fyrir hversu fáir teir voru í dag. Tókum tví leigubíl leigubíl tadan á spítalann. Straetókerfid í Lima er annars mjog skemmtilegt. Tad eru straetóar af ollum staerdum og gerdum allt frá fólksbílum upp í staerdarstraetóa. Í hverjum straetó er bílstjóri og aukamadur sem sér um ad standa í dyrunum og hrópa leidina sem verid er ad fara og svo er hann ad telja fólk á ad taka vidkomandi vagn og hrópar ad tad sé pláss. Tad er tó ekki alltaf svo mikid pláss og vagnarnir gjarnan yfirfylltir. Sem daemi komast samtals um 10 í fólksbíl. Bílstjóri + 2 í fartegasaeti frammí, 3-4 í fartegasaetin afturí og 3 í skottid. Annars er leidakerfid ágaett og oftast eru um 5-10 mín á milli vagna.
Komst ad tví í gaer um kvoldid ad ég hafdi gleymt sólgleraugunum mínum í sídustu búdinni sem vid fórum í. Enda var ég tar ordinn daudtreyttur eftir allt kaupaedid sem á undan hafdi gengid. Dreif mig strax af stad um kvoldid í búdina en tá var lokad. Fór ad sofa hundfúll og eydilagdur yfir ad hafa týnt flottu RayBan sólgleraugunum mínum. Var ákvedinn ad drífa mig aftur í búdina tegar opnadi um morguninn sem og ég gerdi. Í búdinni tók á afgreidslukonan á móti mér og um leid og hún sá mig tók hún upp sólgleraugun og bjargadi mér tar frá nokkurra daga sorgarferli J Skemmtilegt annars med verdlagid í Perú en Berglind og ég tókum leigubíl frá spítalanum í búdina og aftur til baka á spítalann, samtals 1 klst og 20 mín og líklegast um 45 km og var uppsett verd 440 kr. fyrir tennan túr. Ég var gedveikt grand og borgadi 500 kr!
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 03:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.1.2007 | 02:49
Kakkalakkar og aðrir félagar!
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2007 | 02:11
:o) :o( :o) :o( :o) :o( :o)
Jæja, hvar á maður að byrja? Hef ekkert komist á netið síðan á miðvikudaginn og þar af leiðandi engar bloggfærslur fyrr en nú. Ég er alla vega farinn að hugsa eins og ekta bloggari og sé fyrir mér færslur sem fjalla um hitt og þetta. Var t.d. komin með eina þar sem ég var geðveikt ánægður en Berglind og ég fórum ásamt Julio vini okkar að finna íbúð á miðvikudagskvöldið. Leituðum mikið en fæstir (næstum enginn) vilja leigja í aðeins 1 mánuð. En viti menn við fundum eina á 14. hæð í mjög fínu húsi og góðu hverfi, svalir með útsýni yfir sjóinn, tvö svefnherbergi, 2 sjónvörp, 2 baðherbergi, fín stofa, eldhús og fleiri flottheit. Leigan átti að vera 1290$ fyrir mánuðinn. Við vorum búin að leita mikið en ekkert fundið þ.a. ég var nokkuð ánægður en perúsku vinum okkar fannst verðið allt of hátt (tess ma geta ad peruskir kandidatar fa um 10.000 kr i manadarlaun og deildarlaeknar um 60.000 kr.)og við ákváðum því að skoða aðeins í viðbót en mæltum okkur mót við eigandann daginn eftir en ég var alveg ákveðinn í taka þessa. Leituðum mikið þetta kvöld en fundum ekkert. Ég fór að sofa með líka þessa hamingjubloggfærslu í hausnum :o) Flott íbúð, engin kreppa. Kreppustílinn getur verið voða rómantískur og allt það en bara ekki fyrir mig. Allan fimmtudaginn voru Berglind og ég rosa spennt og ánægð. Áttum góðan dag á spítalanum og vorum full tilhlökkunar að komast í íbúðina. En hvað svo? Þegar við komum til að hitta eigandann, mætti konan ekki, skellti á þegar reynt var að hringja í hana og var hætt við að leigja :o( Þá breyttist hamingjubloggfærslan í óhamingju en ég komst ekkert á netið þannig að engin færsla. Seinna sama dag fundum við aðra íbúð með 2 svefnherbergjum, eldhúsi, baði og stofu. Sem sagt ekkert 3. heims dæmi en ég hefði samt viljað hina :o/ Fluttum inn í íbúðina í gær. Eigendurnir eru ýkt fyndnir og tóku næstum 2 tíma í að afhenda íbúðina. Maðurinn var alltaf að koma með eins og hann sagði sjálfur praktískar upplýsingar þ.e. kenna okkur á sjónvarpið. Konan fór hins vegar með okkur yfir allt sem er í íbúðinni. Taldi hnífapör, púða, stóla, myndir á veggjum og meira að segja skúffurnar í kommóðunni. Syndi okkur ad allt virkadi, kveikti a ollum ljosum og hitadi meira segja vatn i orbylgjuofninum ad sudu :o) Íbúðin er sem sagt ágæt nema sturtan er eins og dropateljari og svo var silfurskotta eða e-r fjandinn í herberginu mínu áður en ég fór að sofa :o/ Þetta fannst mér í gær áður en ég fór að sofa og skrifaði á tölvuna hennar Berglindar. Nú þegar ég er að setja þetta á netið (er sem sagt búinn að vera að gera þessa færslu á tölvuna hennar Berglindar jafnóðum en svo er alltaf e-ð að breytast) verð ég að bæta við að íbúðin er kannski meira 3. heims heldur en ég taldi. Þegar ég kom fram á baðherbergi í morgun var þar 3,5 cm langur kakkalakki sem lá bakinu í andaslitrunum og var hann síðan jarðaður í ruslatunnunni stuttu eftir andlat um 2 mín seinna, danarorsok otekkt. Svo þegar ég kom fram í eldhús var þar e-ð stórt svart skordýr sem líktist mest kakkalakka en er e-d annad. Þetta er alla vega að verða e-r Tímon og Púmba stemning hérna. Æði!
Spítalinn fer batnandi með hverjum degi. Fórum að hitta Dra. García á fimmtudaginn en hún sér um prógrammið fyrir okkur. Fengum þetta ágæta prógramm sem reyndar gerir ráð fyrir viðveru frá mánudegi-laugardags :o/ Við verðum sem sagt á smitsjúkdómadeildinni, með sérfræðingum á stofu, heimsækjum rannsóknarstofur og einhverjir fyrirlestrar. Fórum í gær á sníkjudýrarannsóknarstofuna. Sáum orma, sull og fleira. Frekar flott. Koma myndir seinna á síðuna hennar Berglindar. Það er líka búið að vera mjög fínt á deildinni, læknarnir fínir og gengur betur og betur að skilja spænskuna. Búin að hitta sjúklinga með HIV, berkla auk annarra minnna þekktra sníkjudýra og baktería. Þrátt fyrir að íbúðin sem við fáum sé ekki í þróunarlandastíl þá er heilbrigðiskerfið það. Hér er það þannig að sjúklingur borgar fyrir hvern dag sem hann er á spítalanum þ.e. fyrir rúmið og matinn. Kostar reyndar bara um 260 kr. en marga munar um það hér. Svo er það þannig að sjúklingurinn borgar sérstaklega fyrir öll lyf, rannsóknir, sprautur og allt tilfallandi. Grunnblóðprufur þ.e. blóðstatus og sölt kostar 1000 kr. Ekki nóg með að sjúklingur þurfi að borga sérstaklega fyrir rannsóknir og lyf þá þurfa ættingjar að fara í apótekið og kaupa lyfin. Mjög sérstakt!
Eitt af því sem mér finnst fyndið við Perú er öll sjóræningjaútgáfan sem hér fer fram. Ég held að hér fari fram sú allra besta sjóræningjaútgáfa í heiminum :o) Það er lagður mikill metnaður í að eftirlíkingin líkist sem mest þeirri upprunalegu og verðinu haldið í lágmarki. Skemmtilegastar finnast mér bókaeftirlíkingarnar. Það er hægt að fá eftirlíkingar af bókum t.e naestum alveg eins og upprunalega utgafan og svo getur maður líka farið á ljósritunarstofu og látið ljósrita bækur og binda þær inn. Ég fór t.d. með bók sem Berglind á um hitabeltissjúkdóma sem hún keypti á rúmar 3000 kr. og er tæpar 400 blaðsíður en ég lét ljósrita hana og gorma fyrir 400 kr. Fórum samtals með 6 bækur og létum ljósrita. Þetta er mjög algengt hér og eru læknanemarnir mest megnis með ljósritaðar bækur :o)
En jæja loksins komst þessi færsla á netið med miklum breytingum a leidinni en það má jafnvel búast við meiru á næstu dögum! Vid erum ad fara a e-a jasstonleika med perusku vinum okkar :o)
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 02:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)