Iquitos!

Tá erum vid farin frá Lima og komin til Iquitos. Fórum út ad borda í gaer med Polu deildarlaekni á spítalanum, Mercedes laeknanema frá USA og Julio perúska vini okkar. Fórum á e-n fansí argentískan buffet stad og átum á okkur gat og eftir tad var haldid á barinn tar sem skálad var í kampavíni fyrir dvölinni í Lima. Vorum svo komin heim um 2:45, klárudum ad pakka og héldum út á flugvöll kl. 3:30 en flugid var kl.  6:00. Tetta er ordin hefd hjá okkur Berglindi ad sofa ekkert fyrir svona morgunflug í Perú. Svona gerdum vid tetta tvisvar sinnum í sídustu ferd okkar til Perú. Maeli ekkert sérstaklega med tessu en tad var alla vega svaka stud í gaer.

 

Lentum í Iquitos eftir fínt flug. Hér var hitinn um 35° C og vard heitara eftir tví sem leid á daginn. Maettum upp á hótel ýkt spennt yfir ad sjá öll fínheitin og sundlaugina sem vid höfdum verid ad skoda á vefsídunni http://www.hoteldoradoiquitos.com/ . Töldum tetta fínt 3 stjörnu hótel midad vid vefsíduna. Verdur ad vidurkennast ad tad vard smá anticlimax tegar vid svo maettum. Ekki alveg eins og vid áttum von á. Ég skil ekki alveg med tessar stjörnur. Eru mismunandi vidmid eftir stödum og hér tá kannski t.d. midad vid strákofa í frumskóginum med holu fyrir utan til ad skíta í sem eina stjörnu. Ég veit ekki! Ekki misskilja. Tetta er sosum alveg í lagi og sundlaugin ok en herbergid er um 10 fermetrar med loftkaelingu sem er jafnhávaer og vélarúm í togara og ég veit ekki hvort tad á ad vera heitt vatn eda ekki en ég fór alla vega í kalda sturtu ádan. Vid höfdum ekki orku til ad paela í tessu tegar vid maettum en tegar vid vorum sest vid sundlaugarbakkann eftir 3 tíma svefn ákvádum vid ad kíkja á systurhótelid sem er 5 stjörnu og sagt vera mjög fínt og vid töldum tad frekar vid okkar haefi :o) Tad reyndist alveg rétt. Miklu frekar okkar stíll. Herbergid mun staerra, snyrtilegra, betra badherbergi og sundlaugin mjög flott og morgunmaturinn betur út látinn. Vid ákvádum ad vid vildum skipta enda daudtreytt á einhverri kreppu eftir ad hafa búid med einhverjum sterakakkalökkum í mánud. Skiptum um hótel á morgun :o) Ég vona ad internetid tar sé öflugra en hér en ég er farinn ad halda ad internetid á tessu hóteli sé handknúid tetta er svo haegt.

Dagurinn í dag fór sem sagt í ferdalagid til Iquitos. Svo höfum vid setid vid sundlaugina, ákvádum ad skipta um hótel og loks fórum vid í stuttan göngutúr. Tad er reyndar vangefid fyrirtaeki ad fara út fyrir hússins dyr hér í Iquitos. Tad tarf ad bera á sig sólarvörn, moskítorepellant og svo tarf madur helst ad vera í síderma bolum og sídbuxum. Hér er malaría náttúrulega landlaeg en vid höfum minnstar áhyggjur af henni enda tökum vid fyrirbyggjandi lyf vid tví. Ég hef mun meiri áhyggjur af beinbrunasótt ( http://en.wikipedia.org/wiki/Dengue_fever ) eda leishmaniu ( http://en.wikipedia.org/wiki/Leishmania ). Tegar madur kemur svo út er madur alveg ad stikna úr hita. Tad er hins alveg tess virdi og virkilega fallegt ad horfa út á Amazon fljótid og á frumskóginn sem naer eins langt og augad eygir. Tad er líka áhugavert ad ganga um borgina en tad er greinilegt ad hér er madur kominn á stad sem telst til 3. heimsins. Tess má medal annars geta ad Perúbúar  líta á Perú sem tróunarland og tá sérstaklega stadir utan Lima. Hér er mikil fátaekt og vid fljótid er búid í trjáhúsum med strátökum og án rennandi vatns. Umferdin er svo audvitad sérkapítuli út af fyrir sig. Hér eru fáir bílar en tess í stad eru mikid um mótorhjól og mótorhjól med vagni med saeti fyrir tvo fyrir aftan. Set inn myndir og videó seinna. 

Carla á ferdaskrifstofunni, María íbúdaeigandi, berklar og lyfjamál í Perú

Eins og ádur hefur komid fram fórum vid á mánudaginn til hennar Cörlu á ferdaskrifstofunni tar sem vid keyptum Inka trail ferdina og fleira. Vid fórum til hennar til ad ganga frá midakaupum á flugum og rútuferdum tar sem vid gátum ekki gert tad sjálf á netinu. Tad er nú skemmst frá tví ad segja ad hún Carla vill ekkert tala vid mig. Vid vorum búin ad ákveda ad vid myndum fljúga til Iquitos snemma á morgun en svo tegar vid fengum midana var okkur sagt ad taer hefdu ákvedid ad vid myndum fljúga seint um kvöldid tví tad vaeri ódýrara. Tegar vid svo hringdum í Cörlu og vildum breyta midunum jafnvel tó tad vaeri dýrara sagdi hún ad vid yrdum ad borga 200$ breytingagjald. Ég var ekki ánaegdur med tad og sagdi eins og rétt var ad vid hefdum aldrei samtykkt tetta flug og vid hefdum alltaf talad um ad vid myndum fljúga til Iquitos snemma á laugardagsmorgninum. Tá sagdi hún ad vid hefdum aldrei gert tad heldur hefdi verid talad um ad vid myndum fljúga seint um kvöldid og breytti sögunni sinni ad taer hefdu keypt tessa mida út af tví ad teir hefdu verid ódýrari í ad tetta hefdi verid planid allan tímann. Vid höfdum sem betur fer fengid útprentad plan hjá henni tar sem stód eins og vid sögdum ad flugid til Iquitos yrdi um morguninn og ég sagdi henni ad ég vaeri med planid í höndunum. Ég tek tad fram ad ég var mjög kurteis allan tímann en stód samt á mínu. Tegar ég sagdi henni ad ég vaeri med planid kom fát á hana og sagdist ekki skilja mig og vildi tala vid the lady og baetti svo vid María. Svo sagdist hún aetla athuga málid og hringja aftur. Tegar hún hringdi aftur vildi hún tala vid Berglindi. Tá hefur hún séd hvernig planid hafdi verid og breytti svo í tridja skiptid ástaedunni fyrir midakaupunum og sagdi ad Helen á skrifstofunni hefdi gert mistök og ferdaskrifstofan taeki á sig 50% af breytingargjaldinu. Okkur var alveg sama um tad tví vid turftum ekki ad borga mismuninn á midunum tannig ad í raun eru teir ódýrari. Alla vega, sídan tetta gerdist höfum vid turft ad tala vid hana nokkrum sinnum og ég má varla segja “hello” og tá segist hún ekki skilja hvad ég segi og heimtar ad tala vid Berglindi. Sem sagt nidurstadan med tessari löngu sögu er ad Carla á ferdaskrifstofunni hatar mig :o/

María íbúdareigandi kom í gaer til ad láta okkur fá 500$ trygginguna sem vid borgudum og til ad sjá ad allt vaeri í lagi. Vid bjuggumst vid ad líkt og tegar vid fengum íbúdina ad allt yrdi talid og örbylgjuofninn prófadur. Hún breytti hins vegar um stíl og sagdist treysta ad allt vaeri í lagi en settist hins vegar nidur med okkur og raeddi um Perú og allt mögulegt í rúman klukkutíma og bad okkur ad fara varlega. Hún er sko ekkert ad drífa sig konan.

Jaeja í dag er sídasti dagurinn hérna í Lima og vid hlökkum til ad fara til Iquitos og aetlum ad sitja vid sundlaugarbakkan á hótelinu um helgina. Nú sit ég vid tölvuna og var ad koma úr vidtali vid HIV sjúkling sem kom inn med turran hósta, sögu um hita og tyngdartap. Sem sagt er líklegast kominn med berkla. Tarna var hann kominn hóstandi inn í lítid herbergi tar sem voru 11 manns og ég tók upp maskann minn og var svona tvístígandi yfir tví hvort ég aetti ad setja hann upp eda ekki tar sem enginn annar setti upp maska. Svo horfdi ég yfir herbergid til Berglindar og sá e-n hraedslu angistarsvip yfir ad nú fengi hún berkla. Ég beid í nokkrar mín en tegar madurinn byrjadi ad hósta ákvad ég bara ad vera “uncool” og setti upp maskann. Vona ad ég hafi ekki fengid berkla á tessum mínútum tegar ég var án maskans. Var svo bara ánaegdur yfir ad hafa sett hann upp tegar laeknirinn sagdi ad madur aetti alltaf ad nota maskann og tessi sjúklingur vaeri mjög líklega med smitandi berkla.

Verd ad baeta einu vid í lokin á tessari löngu faerslu. Tad stendur til ad hafa tetta styttra. Verd bara ad baeta vid tví ég vard svo hissa en alltaf tegar verid er ad gefa lyfsedil fyrir einhverju lyfi hérna og tá sérstaklega sýklalyfjum segja laeknarnir alltaf sjúklingum ad byrja á ad taka frumlyfid en eftir nokkra daga geti teir ef teir vilja farid út í ódýrari samheitalyfin. Ég var svo hissa á tessu og spurdi um ástaeduna og tá er eftirlitid svo lélegt med lyfjaframleidslu hér ad samheitalyfin eru oft mun verri ad gaedum. Gott ad taka sýklalyf sem er kannski bara einhver sykurpilla!


Slagsmál í straetó og matarbod

Fórum í gaermorgun líkt og adra morgna med straetó á spítalann. Straetóarnir eru náttúrulega óthrjótandi uppspretta aevintýra fyrir okkur Berglindi en í gaer sáum vid í fyrsta skipti slagsmál í Perú. Vid sátum í fremsta saetinu vid hlidina á hurdinni tar sem straetisvagnastjórinn stendur og kallar hvada leid straetóinn fer og segir ad tad sé nóg af saetum og hvetur fólk til ad koma upp. Hann kallar svo á bílstjórann og seguir hvort einhver turfi ad fara úr eda koma upp í straetóinn. Tad er reyndar mjog gott vid straetóana hér ad stoppustodvarnar eru bara tar sem fólk tarf ad komast í eda úr vagninum og vagninn stoppar nánast hvar sem er fyrir tig. En alla vega vid sátum fremst og tókum tetta videó en svo á midri leid tegar fartegi, stór og staedilegur madur, er ad fara úr vagninum vitum vid ekki fyrr en teir eru byrjadir ad ýta vid hvorum odrum og mjog aestir. Okkur og ollum í vagninum brá mikid vid tetta og ekki batnadi tad tegar vagnstjórinn tók upp járnstong og gerdi sig líklegan til ad berja hinn. Berglind og ég vorum svo heppinn ad hafa frontrow seats en vorum reyndar í haettu og vid sáum fyrir okkur ad stongin hefdi lent á Berglindi ef hann hefdi slegid til mannsins med henni. Teir rifust og loks sló farteginn vagnstjórann utan undir sem sídan hraekti á fartegann og stokk svo inn í vagn og lokadi og sídan var keyrt af stad. Vid vissum í raun aldrei hver ástaedan var og forum ekkert ad spyrja. Hér kemur video af vagnstjoranum.

Vorum svo heppin í gaerkveldi ad vera bodin í mat heim til fraendfólks Mercedes sem er amerískur laeknanemi á spítalanum. Fengum steikta raudsprettu sem var algjort lostaeti, kartFjolskyldan hennar Mercedes sem baud okkur í matoflumús, hrísgrjón, avókadó auk annars medlaeti. Fengum svo lukmaís í desert en lukma er perúskur ávoxtur med mjog sérstoku bragdi sem ég get eiginlega ekki lýst. Tad var alla vega mjog gaman ad vera bodinn í mat og fá týpískan perúskan mat. Vid erum reyndar mjog dugleg ad borda perúskan mat tegar vid forum út ad borda. Tess utan bordum vid jógúrt med kornflexi og hrokkbraud med skinku. Tetta er ekki alls ekki jömmí og ég er ordinn treyttur á svona mat og hlakka til ad í Iquitos verdum vid ekki med ísskáp heldur continental breakfast og út ad borda á kvoldin.


Magapest, sídasta helgi og ferdaplan

Jæja búið að vera nóg að gera hjá okkur síðustu daga og enginn tími í bloggið. Eins og fram hefur komið er ég búinn að vera prófa kókabrjóstsykra en hef enn ekki komist að neinni niðurstöðu hvort þeir virka eða ekki. Því miður varð ég að hætta tilraunum vegna “smá” magapestar á fimmtudaginn síðasta. Fór nú samt út að hlaupa en var með pening á mér ef ég þyrfti skyndilega að komast heim í flýti en þess þurfti ekki sem betur fer. Það er hins vegar mjög fyndið en leigubílstjórar hérna eru svo æstir í að reyna að fá útlendinga upp í leigubílana að þeir flauta jafnvel á mig þegar ég er úti að hlaupa og bjóða mér far. Kannski lít ég gjörsamlega út fyrir að þurfa far þegar ég er að hlaupa en held samt ekki. Vona ekki! Fór svo á spítalann á föstudaginn en þegar þangað var komið leið mér hreint ekki vel og fór aftur heim og tók því rólega þann daginn. 

Á laugardaginn fórum við svo til Ticlio sem er e-s konar námabær í 4.818 m.y.s. Við fórum með tveimur læknum af spítalanum og þátttakendum á Gorgas kúrsinum sem er námskeið í hitabeltissjúkdómum fyrir lækna. Það var lagt af stað kl. 7.00 og við keyrðum í gegnum Lima og upp í fjöllin. Við stoppuðum Pueblos nuevosoft á leiðinni og Dr. Ciro Maguiña var leiðsögumaður og var með mjög skemmtilegar sögur og fræðslu um háfjallaveiki og bartonellosis (sjúkdómur sem smitast með flugum) á leiðinni. Vid hofum verid talsvert med Dr. Maguiña og vid eigum eftir ad sakna hans mjog mikid. Ýkt skemmtilegur karakter og mikid fyrir ad kenna. Hann er líka sérlega fródur um Perú og er frá hálöndunum hér í Perú talar Quechua auk spaensku. Quechua er mál sem talad var af frumbyggjum Perú og er ásamt spaensku opinbert tungumál í Perú og tala um 6 milljónir manns Quechua. Í upphafi ferðar var mæld súrefnismettun, púls og spurt um einkenni háfjallaveiki og svo aftur í um 3000 m.y.s. og loks í lokin. Það var mjög gaman að sjá hvernig fólk brást misjafnlega við en það urðu tvær konur frekar veikar og þurftu að fá súrefni. Berglind og ég höfðum það bara nokkuð gott og löbbuðum um þegar upp var komið og gengum meira segja upp að n.k. útsýnispalli og var það eins og að labba upp 5 hæðir. Það verður gaman að sjá hvernig okkur vegnar þegar við förum í gönguferðina upp að Churup vatni sem er í um 5000 m.y.s. og loks Inka trailið en þá er gengið úr 3500 m.y.s og lækkað niður í 2800 m en e-s staðar á leiðinni förum við í 4000 m. Meira um það seinna. Við keyrðum síðan niður aftur en búið var að skipuleggja hádegisverð á leiðinni þar sem við borðuðum Pachamanca sem er dæmigerðu perúskur matur en það er kjöt, maís og kartöflur sem er eldað þannig að kveiktur er eldur ofan í holu og þegar slokknar á honum er maturinn settur þangað ofan í og mokað yfir. Pachamanca þýðir einmitt jörð og matur á índíánamálinu Quechua. Það sprakk nú reyndar dekk á leiðinni til baka þ.a. okkur seinkaði e-ð en það var í góðu lagi. Við erum alltaf jafnheppin Berglind og ég en við erum búin að lenda í tveimur árekstrum í strætó í Lima og nú sprakk dekkið en alltaf sleppum við ómeidd :o) Um kvöldið hittum við svo perúsku vini okkar og fórum út og fengum okkur pisco sour en það var einmitt pisco sour dagurinn. Pisco sour er þjóðardrykkur Perúbúa, romm, sítrónusafi og þeytt eggjahvíta. Við fórum reyndar snemma heim enda þreytt eftir daginn. Hérna koma myndir frá deginum og ef tid ýtid á myndina kemur smá texti med flestum teirra.Dr. Ciro Maguiña og Dr. Friedman

Gámaspítalinn

Eldunarstaedi fyrir Pachamanca

Puente Verrugas

Pachamanca eldstaedid.

Berglind í rútunni á leid upp til TiclioPetur og Berglind í rúmlega 4800 m.y.s í Ticlio

Pétur í 4.818 m.y.s. í Ticlio

Við sváfum fram eftir á sunnudeginum. Alltaf jafnþreytt á í vikulok :o/ Fórum svo að La Punta sem er strönd nyrst í Lima og ágætis útsýni meðfram allri strandlengju Lima. Þaðan fórum við svo í dýragarðinn í Lima. Dýragardinum var skipt upp í trjá adalhluta. sierra, selva og costa eda hálendi, frumskóginn og strondina en Perú er gjarnan skipt í tessi svaedi og eru tau mjog ólík hvad vardar menningu, dýralíf, loftslag o.fl. Trátt fyrir ad ég hafi nú almennt ekki gaman ad sjá dýr í búrum var gaSpillt dýragardsdýrman ad sjá hversu fjolbreytt dýralíf finnst í Perú. Frá dýragardinu var haldid heim og í bólid fyrir midnaetti. Rólegheitardagur!

      Strondin vid La Punta Api í dýragardinum Viguñas       

                                          Fuglager vid La Punta  

Mættum galvösk á spítalann á mánudaginn og það var nú bara gaman líkt og aðra daga. Svo fórum við á ferðaskrifstofuna til hennar Cörlu sem skipulagði fyrir okkur Inka trailið. Þangað vorum við mætt til að fá aðstoð við að panta flug og skipuleggja ferðalagið okkar. Planið næstu vikur er sem sagt eftirfarandi. Næsta laugardag fljúgum við til Iquitos sem er við Amazon ána inni í frumskóginum. Þar verðum við í tæpar tvær vikur á spítala og gistum eins og áður hefur komið fram á hóteli með sundlaug :o) Við förum svo líklega þaðan í ferð inn í frumskóginn eða alla vega bátsferð á Amazon ánni. Ég er nú reyndar orðinn skíthræddur við að fara inn í frumskóginn eftir að hafa lært um alla þessa hitabeltissjúkdóma. Ég ætla alla vega að baða mig upp úr flugnafælukremi og vera í síðerma bolum og síðbuxum á hverjum degi. Við fljúgum svo aftur til Lima 22. feb og sama dag fljúgum við Cajamarca sem er í norðurhluta Perú. Þaðan förum við svo til Trujillo og loks til Huaraz þar sem við förum í dagsgönguferð. Þaðan tökum við svo rútu til Lima 2. mars og 3. mars förum við til Cuzco og leggjum og byrjum Inka trailið 5. mars og er það 4 daga gönguferð. Komum svo aftur til Lima 10. mars og fljúgum til NY 11. mars og heim til Íslands 16. mars. Svona er sem sagt skipulagið í grófum dráttum og verður ferðalaginu lýst eins og hægt er á blogginu.

Ferdaplanid!
P.S Tad er megamaus fyrir mann eins og mig ad setja inn svona margar myndir tannig ad flott sé og meira segja med svona imba notendavaenu formati eins og blog.is Tetta var alla vega algjort maus og tid takid viljann fyrir verkid. 

Tilraunum med kókabrjóstsykur haett!

Já tad er rétt tilraunum med kókabrjóstsykurinn hefur verid haett vegna midur skemmtilegrar uppákomu concerning my digestive system. Fór ekki á spítalann á fostudaginn sídasta en átti hins vegar skemmtilega helgi. Vid erum svo búin ad standa í strongu vid ad skipuleggja ferdalagid okkar í lokin og panta hótel og flug til Iquitos en vid forum tangad um naestu helgi og verdum á spítalanum tar í 2 vikur. Hótelid er *** med sundlaug og continental breakfast included og kostar 45$ nóttin fyrir okkur baedi. Tad má búast vid ítarlegri bloggfaerslu um sídustu daga í kvold á perúskum tíma t.e. á morgun á Íslandi. Adios!

Update á kókanammiprufunni

Kom heim af internetkaffinu rétt fyrir midnaetti ad stadartíma. Var nú bara frekar hress og ekkert syfjadur en lagdist upp í rúm og sofnadi fljótt. Vaknadi nokkud audveldlega kl. 6:30 en tad var greinilegt ad áhrif kókabrjóstsykursins, ef tau voru tá e-r, voru longu horfin. Ég var sársvangur og fékk mér morgunmat og tegar komid var á spítalann var ég frekar treyttur. Ég tarf adeins ad prófa mig áfram med tennan brjóstsykur. Ég hefdi kannski átt ad fá mér einn í morgunmat. Ég fór ad hugsa málid med hvernig ég aetti ad koma namminu heim til Íslands til teirra sem voru ad bidja um slíkt. Ég held ad tad aetti nú ekki ad vera neitt vandamál enda er tetta 100% náttúrulegt og selt í minjagripaverslun hér í Perú. Tar ad auki ef tad vaeri e-d vandamál tá hef ég náttúrulega farid hálfvopnadur í gegnum JFK, sbr. fyrri faerslur, tannig ad nokkrir brjóstsykrar aettu nú ekki ad vera vandamál. Ég held alla vega áfram ad prófa brjóstsykurinn til ad athuga hvort tad sé e-d varid í hann. Tess má annars geta ad hefdbundnast hér í Perú er ad laga te úr kókalaufunum eda tyggja tau. Tannig hefur kókalaufsins verid neytt í fleiri aldir.  


Útsölur og kókanammi!

Fór í gær í búðir til að ná mér í e-r þægilegar og töff, en þó ekki of, buxur til að vera í á spítalanum. Var búinn að sjá buxur sem mér líkaði í Saga Falabella sem er búð sem hefur hagnast vel á okkur Berglindi hingað til. Við lögðum af stað til að kaupa buxur, stökkva með þvott í þvottahúsið og ætluðum að kíkja í Adidas búðina en vorum búin að mæla okkur mót við Ernesto vin okkar eftir tæpa 2 tíma. Ákváðum að byrja á buxunum en það tók heldur lengri tíma en áætlað var. Það eru sem sagt búnar að vera útsölur og nú er búið að bæta um bætur þ.a. það er 2 fyrir 1 af sumum vörum. Ég vissi þetÁ svepparannsóknarstofunni med kennaranum og samnemendumta ekki og kom bara með einar buxur og einn bol að kassanum. Þetta fannst nú afgreiðslu-manninum ekki nógu gott og sagði að það væri 2 fyrir 1 og skikkaði mig til að fara og finna annan bol og aðrar buxur. Ég fór í ofboði að finna e-ð enda á hraðferð og kom aftur með aðrar buxur og bol en þá var það ekki rétt merki. Ég fór því aftur og kom með tvo auka boli þ.a. ég endaði á að kaupa 3 boli. Ég átti hins vegar erfitt með að finna aðrar buxur sem mér líkaði þ.a. ég endaði á að kaupa 2 stærðir af sömu buxunum. Ég kem alla vega til með að eiga buxur jafnvel þó ég endi í nettum Oprah Winfrey jójó diet :o/ Allt þetta tók svo langan tíma að þvotturinn og Adidas búðin urðu að bíða þangað til í dag. 

Fórum með Ernesto í gærkvöldi að spila pool og rúntuðum um Lima. Komum ekki heim fyrr en á miðnætti og ég sofnaði ekki fyrr en kl. 1 en við þurfum að vakna kl. 6:30. Vorum því frekar þreytt í dag þegar við komum heim eftir annasaman dag í móttöku og kennslu á LeishmaniCoca candyu- og svepparannsóknarstofunum (mynd ad ofan med kennaranum og samnemendum). Vid fengum okkur smá að borða þegar við komum heim kl. 16:30 og ég frekar dasadur ákvað að prófa bara kókanammið mitt sem N.B er 100% náttúrulegt og getur ekki annað en verið gott fyrir mann. Fórum svo í Adidas búðina og með þvottinn. Svo komum við heim og ég sprækur sem lækur fór út að hlaupa með Miss Tina “whats love got to do with it” Turner og fleiri góða félaga frá 8. og 9. áratugnum í eyrunum. Ég held bara að kókanammið virki ágætlega. Hljóp á góðu tempói, finn ekki til minnstu svengdar þrátt fyrir að nú séu komnir 7 tímar frá síðasta matarbita og glaðvakandi en Berglind heima sofandi. Við sjáum til hvernig nóttin verður og hvort ég hafi e-a lyst á morgunmatnum. Kemur í ljós á morgun!


Jibbí tad tókst!

Ádur en tessi faersla er lesin skal lesa naestu faerslu á undan. Tad gekk ekkert ad setja inn góda videoid af kakkalakkanum en vid tókum líka tetta sem er miklu minna og tad verdur bara ad duga. Perúbúar eiga ekki vid lúxusvandamál líkt og bilun í CANTAT 3 ad strída heldur notast teir enn vid módem og ISDN tengingar tannig ad tad er erfitt ad setja inn 50 Mb videó :o( Tid sjáid alla vega smá af tessu gaeludýri okkar Berglindar núna.


Lima´s "Golden beach", leiðsögumenn og enn meira af kakkalökkum.

Veðrið heldur áfram að vera með besta móti. Tæplega 30° hiti og sól. Berglind hefur verið að reyna að finna e-a sundlaug sem við gætum mögulega farið í en það er ekki með nokkru mStröndin vid Limaóti hægt að fara á ströndina í Lima nema þá helst að taka góðan skammt af fyrirbyggjandi sýkla- og snýkjudýralyfjum og ég held bara að það dugi ekki einu sinni. Ströndin í Lima er sem sagt viðbjóður. Þetta er sko engin “Golden beach” nema þá helst sjórinn sem er “golden”. Hann er svona brúngylltur og er líklegast blanda af Kyrrahafssjó, perúsku hlandi og linum hægðum/niðurgangi eftir allar snýkjudýrasýkingar sem Perúbúar þjást af. Við höfum því miður ekki fundið neina sundlaug en það eru hins vegar fullt af klúbbum með sundlaugum niðri við strönd en því miður er ekki hægt að kaupa sig inn í einn daga heldur verður að sækja um aðild að klúbbnum og gerast félagi til lengri tíma :o( Þetta er synd með sjóinn hérna í Lima því umhverfið er mjög fallegt og öldurnar góðar. Það eru að vísu e-r Limabúar sem fara í sjóinn en það er hins vegar varað við því í öllum blöðum og útvarpi að fara í sjóinn. Svo er einnig herferð hér í Perú þar sem fólk er hvatt til að þvo hendur með sápu og vatni eftir klósettferðir og fyrir máltíðir. Þetta sýnir í raun hversu aftarlega þeir eru á merinni hvað svo margt varðar. Lánastarfsemi virðist þó blómstra. Við Berglind höfum í það minnsta séð auglýsingar fyrir 120% íbúðalánum. 100% í íbúðakaupin og síðan 20% í að kaupa húsgögn og svoleiðis. Svo sá ég að hægt var að kaupa úr á 6 mánaða raðgreiðslum en úrið kostaði 1000 kr. Það er kannski til marks um hversu lágt verðlagið er að hægt er að fá að greiða 1000 kr. á 6 mánuðum. Fátæktin er mikil. 

Fórum út að borða með Mercedes læknanema á laugardagskvöldið en eyddum síðan sunnudeginum í smá sightseeing og afslöppun. Fórum í Huaca Pucllana sem eru rústir frá 400 eftir Krist en þarna var n.k. pýramídi og helgistaður. Rústirnar eru hluti af Lima menningunni sem var á þessi svæði áður en ríki Inkanna varð til. Fengum sökum útlits “enskumælandi” leiðsögukonu. Það liggur samt við að ég fari að gera mér það upp að kunna ekki ensku til að leiðsögumennirnir tali bara spænsku. Enskan sem leiðsögumennirnir tala er í það minnst oft svo léleg að maður skilur ekki neitt og oft líkt og þeir hafi lært e-a rullu utan að án þess að skilja sjálfir hvað þeir eru að segja. Við skildum betur hvað þessi sagði þegar hBerglind og leidsögukonan góda í Huaca Pucllanaún gat ekki útskýrt e-ð á ensku og talaði þá spænsku. Hún thráadist samt vid og taladi ensku sama hvad vid gáfum í skyn ad okkur taetti spaenskan ágaet. Best fannst mér samt þegar hún var að segja okkur frá vinnumönnunum sem unnu við gerð Huaca og hún sagði að stytturnar sem voru þarna til sýnis væru í raunstærð og að meðalhæð manna á þessum tíma hefði verið “five feet meters”. Einmitt “five feet meters”, 5 feta metrar. Svo hummaði hún og jánkaði og við jánkuðum bara á móti :o) Í lok skodunaferdarinnar var okkur svo vísad inn í minjagripaverslunina og nánast skikkud til ad skoda okkur tar um. Ég keypti mér n.k. styttu af naggrís en teir eru bordadir heilgrilladir hér í Perú og eru hid mesta lostaeti. Ég hlakka alla vega til ad fá mér aftur naggrís tegar vid forum til Cuzco. Svo keypti ég líka brjóstsykra sem búid er af blanda út í kókalaufum og verda muldir tegar vid forum í gonguna milli Cuzco og Machu Picchu. Perúbúar hafa notad kókalaufin í margar aldir en tau sedja hungur og veita aukna orku. Kókaín er unnid úr kókalaufunum. 

Eftir skoðunarferð í Huaca komum við okkur fyrir í almenningsgarði og lásum og ég lagði mig á bekknum í sólinni. Fórum svo út að borða í kvöld og fengum líka þessa fínu rauðsprettu sem var vafið utan um lax og krabba. Mjög gott og ég fer óhræddur að sofa enda hef ég fulla trú á veitingastaðnum sem var mjög góður. Þegar við komum heim byrjaði ég á að stíga á kakkalakka fyrir utan og hann virtist mjög crunchy. Svo gengum við inn í íbúð og viti menn, var ekki bara welcomin comittee á svæðinu. Þar var mættur einn af stærri kakkalökkum sem við höfum hitt. Berglind kallaði hann Snata enda minnti stærðin helst á hvolp en hann var um 4,5 cm. Flestir eru 2,5-3,0 cm en þessi hefur komist í holla matinn okkar og stækkað svona vel. Þrátt fyrir hlýjar móttökur var hann settur út á stétt. Hér má sjá videó af Snata. Ég veit í raun ekki hvort ég sé kominn með kakkalakkaphobiu eða kakkalakkaphiliu (afbrigðileg ást á kakkalökkum). Annars vegar dáist ég að þeim og tek videó eins og þið sjáið eða þá hristi öll föt og skoða alla skó áður en ég klæðist eða líkt og síðustu nótt að ég vaknaði upp með andfælum viss um að það væri kakkalakki í rúminu mínu. Þá var það sko: “Mamma mig langar heim” fílingurinn. Rannsakaði rúmið hins vega hátt og lágt og það var enginn kakkalakki. Þeir vilja ekki rúmið mitt en eru hins vegar æstir í rúmið hennar Berglindar :o)

Jaeja nú er ég búinn ad vera ad reyna ad setja inn videoid af kakkalakkanum í 2 tíma og sídasta 1 og hálfa klukkutímann hefur setid vid hlidina á mér kona sem kannast ekkert vid deodorant og aetli hún fari ekki í sturtu svona 1x í viku. Tad hefur hins vega ekkert gengid med videoid. Reyni aftur sídar og set inn fleiri myndir. Adios!


Nàgrannar, meira af sjóræningjaùtgàfu og meira af spìtalanum.

Auk herbergisfélaganna okkar þ.e. kakkalakkana erum við með perúska nágranna en það eru 2 íbúðir fyrir ofan okkur. Það sem er svo skemmtilegt með þessa nágranna er hvernig þeir skipSèð út ì patio-iðtast á að hafa læti. Herbergið mitt er sem sagt með glugga út í patio-ið sem er í íbúðinni þannig að ég heyri allt sem er að gerast fyrir ofan. Patio-ið er nú reyndar ekki nema svona 3 fermetrar en mér finnst það gera íbúðina fínni að segja að hún sé með patio og flottræfils Saga-Class hlutanum af mér líður betur með það. En alla vega nágrannarnir. Fólkið á efstu hæðinni er greinilega ungt fólk og líklega í sumarfríi því það vakir fram á nótt. Sjónvarp og spjall til svona 2-3 á virkum dögum og svo er partý um helgar. Hjónin á miðhæðinni eru hins vegar early wakening fólk sem fer snemma að sofa og vaknar líka snemma. Byrjuð að brasa í eldhúsinu svona upp úr 5:30 á morgnanna. Það er sem sagt kyrrð í húsinu 3-4 tíma á nóttu. Ég er þó farinn að venjast þessu ágætlega og næ góðum 6 tíma svefni með eyrnatöppum. Þarf nú venjulega mun meiri svefn en við Berglind vorum sammála um að það að fara úr myrkrinu heima og beint í sólina gerði það að verkum að við þyrftum minni svefn. Mercedes og Yalenko á sníkjudýrarannsóknarstofunni a.k.a kúkastofunni

Fórum í gær í nokkurs konar verslunarmiðstoð sjóræningjaùtgàfu ì Perù. Þetta er sem sagt markaður þar sem hægt er ad fà fullt af ljósrituðum bòkum sem koma ì mjög gòðum gæðum og meira segja ì lit. Keyptum okkur sinn hvorn Harrison manual à spænsku á 500 kr. stykkið. Sama bòk à tilboðsverði à amazon.com kostar 40$. Þetta finnst Perúbúum algjör snilld og hreykja sér af hversu gòð sjòræningaùtgàfan er þar ì landi. Sjóræningjastarfsemin er mjög þróuð en það er samt fyndið ad þù ferð à einn markað þar sem eru kannski 30 sölubàsar med bækur. À öðrum markaði eru svo 30 solubàsar med tònlist, svo 30 sölubàsar med gallabuxur og so videre. Alltaf fullt af bùðum med sömu hlutina à sama stad. Svo er oftast sama ùrval og verð à hverjum sölubàs. 

Það er ýkt gaman á spítalanum og við erum að læra fullt. Reyndar vissum við sama sem ekkert um þessa smitsjúkdóma sem eru í gangi hér þannig ad vid getum varla annað en laert e-ð nýtt. Svo verður meira að segja að viðurkennast að við vissum rosalega lítið um HIV og berkla enda sjáum við fáa HIV og berklasjúklinga heima. Hér snýst hins vegar mikill hluti starfseminnar um HIV. Læknarnir eru alltaf jafnhissa þegar við segjum þeim frá faraldsfræði HIV og berkla heima og við erum alltaf með sama spurningamerkið á andlitinu þegar við erum spurð e-a spurninga um það sem er í gangi hér eins og t.d. aukaverkanir HIV lyfja. Svo erum við spurð á hvaða ári við erum í læknisfræðinni og ég veiBerglind ad draga upp sýnid úr fremra augnhólfinut ekki alveg hvað læknarnir hér hugsa þegar við segjumst vera að útskrifast í vor. Þetta er hins vegar svaka stuð og við erum að sjá fullt af sjúkdómum sem við höfum aldrei séð og bara lesið um. Nú í vikunni bættust við 2 nemar sem eru í sama prógrammi og við. Yalenko frá Perú og Mercedes frá Kaliforníu. Þau eru mjog fín og súper áhugasöm. Við komum í það minnsta fróðari heim :o) (Þetta skrifaði í ég í gær þ.e. 25. jan en núna 26. jan er ég ekki alveg jafnviss. Þau eru bæði rosa fín en vegna þeirra eru við búin að vera á spítalanum til 16 eða lengur alla þessa viku og vorum meira segja til 18 í dag. Þetta er kannski fullmikið af því góða. Við buðum þeim heim til okkar annað kvöld þ.e. laugardagskvöld og þá spurðu þau hvort við myndum fara beint af spítalanum heim til okkar. Ég sagði nei og við myndum ekki vera svona lengi á spítalanum á morgun. Við þurfum að lesa og njóta þess að vera í Perú.)  Í gær sáum við 15 ára stelpu sem er mögulega með lirfusýkingu í auganu, Toxocarinis canis. Við fórum svo í dag þegar verið var að taka sýni úr fremra augnhólfinu til að sjá hvort um þessa sýkingu er að ræða eða ekki. Augnlæknirinn spurði hver hefði áhuga á að verða augnlæknir og Berglind sagði það enn vera í myndinni en við hin sögðum bara þvert nei. Augnlæknirinn bauð þá Berglindi að vera með í sýnatökunni og hér er mynd af henni að draga upp vökvann. Farið á bloggið hennar Berglindar og sjáið fleiri myndir.   

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband